Biotic Energy eða Lifræn Orka er nýjasta afurðin frá Jerms. Biotic Energy bætir meltingu og gefur þessa auka orku sem við þurfum öll í amstri dagsins.
Biotic Energy er úrvalsblanda sem inniheldur m.a. lækningasveppi, mjólkursýrugerla (góðgerla), vítamín og adaptogens. Biotic blandan er hönnuð til þess að gefa okkur öllum nýtt start og til þess að veita huga og líkama alhliða uppörvun.
En hvað eru adaptogens og hvernig virka þau?
Við getum fundið adaptogens í mörgum vörum í netverslunni okkar. Þannig séð eru þessi náttúrulegu efni ekki nýtilkomin. En nú má segja að þetta hugtak sé í auknum mæli notað í heilsugeiranum.
Svokölluð adaptogens eru talin hjálpa líkamanum til þess að aðlagast streitu, stjórna orkustigi og bæta þrek. Um er að ræða einstök náttúrleg efni, bæði jurtir og plöntur (herbs and plants) ásamt sveppum, sem við notum til þess að efla hug og heilsu. Dæmi um jurtir, sem flokkast sem adaptogens, eru ashwagandha, ginseng og maca rót svo eitthvað sé nefnt. Flest þessi efni hafa verið þekkt lengi en nú tíðkast að nota samheitið adaptogens til þess að lýsa þeim eða flokka þau. Bandaríska matvæla-og lyfjeftirlitið (FDA) byrjaði að skrá adaptogens árið 1998. Adaptogens eru í auknum mæli notuð til þess að efla andlega heilsu. Við höfum ekki fundið neina góða íslenska þýðingu á samheitinu en ljóst er að adaptogens hjálpa okkur til þess að aðlagast erfiðum aðstæðum eða að vinna betur úr aðstæðum.
Í Biotic Energy er að finna öflug adaptogens
Í blöndunni má m.a. finna eftirtalin Adaptogens:
✔ Síberískt ginseng: Styður við líkamlegt þrek, andlegan skýrleika og hjálpar til við að viðhalda stöðugu orkustigi allan daginn.
✔ Fífilrótarduft: Styður líkamann við úthreinsun, hjálpar okkur til þess að losna við óæskileg efni og er einnig talið styðja við meltingu og almennan lífsþrótt. Gott er að hafa í huga að sumir eru með ofnæmi fyrir fíflum og þá hugsanlega einnig fíflarót.
Þessi adaptogens vinna með okkur til þess að við getum viðhaldið orku á náttúrulegan hátt og stjórnað streitu með skilvirkari hætti.
Í Biotic Energy er einnig að finna þekkta lækningasveppi sem geta eflt heilastarfsemi og ónæmiskerfið:
✔ Cordyceps 4:1: Þekkt fyrir að efla súrefnisnýtingu og náttúrulega orkuframleiðslu, sem er gott fyrir þrek og lífsþrótt.
✔ Ljónsfaxþykkni (50% fjölsykra): Vel rannsakaður sveppur sem styður við vitræna virkni, minni og einbeitingu með því að örva taugakerfið.
Saman veita þessir sveppir náttúrulegan uppörvun fyrir heila og líkama án þess að á nokkurn hátt sé um að ræða örvandi efni.
Í Biotic Energy er að finna blöndu af probiotics og prebiotics, sem eiga að tryggja heilbrigði meltingarvegarins og bæta næringarefnaupptöku en góð melting gegnir lykilhlutverki í orkuframleiðslu og almennri vellíðan.
Nánar tiltekið er um að ræða eftirfarandi góðgerla og góðgerlatrefjar (probiotics og prebiotics):
✔ Bacillus Coagulans (10 milljarðar CFU): Seigur probiotic (góðgerlastofn), sem styður meltingu, hjálpar til við að jafna þarmaflóruna og eykur næringarefnaupptöku.
✔ Actazin - Grænt kívíduft: Náttúruleg góðgerlafæða eða prebiotic, sem styðja við heilbrigði meltingarvegarins og meltingu.
✔ Síkóríur inúlínduft: Veitir næringu fyrir probiotics (góðgerla), sem hjálpar þeim að dafna og styðja þannig við heilbrigða meltingu.
Með því að viðhalda heilbrigðum meltingarvegi stuðla þessir góðgerlar að betri meltingu og viðvarandi orkustigi allan daginn.
Auk aptogens, lækningasveppa og góðgerla inniheldur Biotic Energy lykilvítamín og ofurfæði til að styðja við almenna heilsu:
✔ B-vítamín (B1, B2, B3, B5, B6, fólínsýra, bíótín, B12): Hjálpar til við að umbreyta fæðu í orku, styður við heilastarfsemi og dregur úr þreytu.
✔ Vita-Algae (Vegan D3): Styður við ónæmiskerfið og styrk beina.
✔ Hrátt kakóduft: Náttúruleg uppspretta andoxunarefna og magnesíums, sem styður við orkuframleiðslu og andlegt jafnvægi.
Samverkandi þættir lykillinn að virkni
Ólíkt hefðbundnum orku-fæðubótarefnum nýtir Biotic Energy samverkun á milli adaptogens, lækningasveppa, góðgerla og nauðsynlegra næringarefna til þess að efla orku ásamt likamlegri og andlegri vellíðan.