Hvernig veljum við inn vörur?
Allar vörur verða að innihalda efni sem eru örugg, hrein og rekjanleg. Við höfnum ódýrum fylliefnum, óþarfa aukaefnum og misvísandi innihaldslýsingum. (Sjá listann okkar yfir óæskileg innihaldsefni).
Fors vinnur eingöngu með framleiðendum sem hafa sömu sýn og við - sjálfbærni, vörur ekki prófaðar á dýrum, umhverfisvænar umbúðir og heiðarleiki í framsetningu.
Við lesum ekki aðeins innihaldslýsingar — heldur skiptir raunveruleg virkni okkur öllu máli. Allar vörur verða að geta sýnt fram á rannsóknarstaðfesta virkni, gæðavottun og jákvæðar umsagnir viðskiptavina.
Við reynum eftir bestu getu að fylgjast með umsögnum viðskiptavina og þróun í framleiðslu fæðubótarefna til þess að tryggja að vörurnar okkar viðhaldi gæðum og virkni sem að er stefnt.

