Vilt þú verða besta útgáfan af sjálfum þér?
Ef svo er þá eigum við samleið. Við hjá Fors vitum að við getum bætt heilsu okkar og náð árangri með því að nota úrvals vörur sem unnar eru úr náttúrulegum hráefnum.
Uppruni og innihald
Við hjá Fors erum stolt af því að vita að vörurnar okkar eru úrvals fæðubótarefni bæði hvað varðar uppruna og innihald. Við framleiðsluna er staðið vörð um siðferðisleg gildi og enginn afsláttur gefinn af kröfum um uppruna og framleiðsluaðferðir.
Við reynum að tryggja að vítamínin okkar séu ekki úr efnum sem eru erfðabreytt og að þau innihaldi 100% virk hráefni án óæskilegra aukaefna. Í vítamínum okkar er enginn viðbættur sykur, engin litarefni eða gervibragðefni. Við viljum að vörurnar okkar séu eins hreinar og kostur er.
Framleiðendur og ferlar
Trúverðugleiki í framleiðslu fæðubótarefna byrjar á eignarhaldi fyrirtækisins – framleiðendurnir okkar nota allir fullrekjanleg náttúruleg innihaldsefni og eru flest fyrirtækin fjölskyldufyrirtæki. Við verslum ekki við alþjóðlega lyfjarisa eða fyrirtæki sem eiga sér misjafna sögu þegar kemur að meðhöndlun hráefna eða öryggi gagnvart neytendum
Vilt þú bæta þína heilsu?
Við erum með eitthvað fyrir alla. Við viljum hjálpa þér, hvort sem það er með meltingarvandamál, hárlos, að styrkja ónæmiskerfið eða huga að húðumhirðu.