01. Okkar sýn

Hvers vegna sérvaldar vörur?

Í heimi þar sem framboð á heilsuvörum er yfirþyrmandi þá trúum við að minna sé meira. Hjá FORS, stendur sérvalið fyrir gæði, gegnsæi, og traust. Við veljum vörumerki og samsetningu á efnum sem mæta aðeins okkar hörðustu kröfum hvað varðar innihaldsefni, rannsóknarstaðfesta virkni, og siðferðislega viðurkenndar framleiðsluaðferðir. Fors býður ekki uppá ódýrar eftirlíkingar með óæskilegum aukaefnum. Heldur aðeins vörur frá framleiðendum sem hafa sömu sýn á vöruframleiðslu og við.

02. INNKAUPASTEFNAN

Hvernig veljum við inn vörur?

Allar vörur verða að innihalda efni sem eru örugg, hrein og rekjanleg. Við höfnum ódýrum fylliefnum, óþarfa aukaefnum og misvísandi innihaldslýsingum. (Sjá listann okkar yfir óæskileg innihaldsefni).

Fors vinnur eingöngu með framleiðendum sem hafa sömu sýn og við - sjálfbærni, vörur ekki prófaðar á dýrum, umhverfisvænar umbúðir og heiðarleiki í framsetningu.

Við lesum ekki aðeins innihaldslýsingar — heldur skiptir raunveruleg virkni okkur öllu máli. Allar vörur verða að geta sýnt fram á rannsóknarstaðfesta virkni, gæðavottun og jákvæðar umsagnir viðskiptavina.

Við reynum eftir bestu getu að fylgjast með umsögnum viðskiptavina og þróun í framleiðslu fæðubótarefna til þess að tryggja að vörurnar okkar viðhaldi gæðum og virkni sem að er stefnt.

03. Við gerum kröfur

Hvað ræður úrslitum í vöruvali FORS

Aðeins brot af þeim vörum sem við skoðum og metum uppfylla kröfur okkar. Við gefum ekki afslátt til þess að mæta tískusveiflum eða tilfallandi eftirspurn. Við stöndum vörð um okkar sýn og trúum að það muni skila sér til allra til lengri tíma.
Við fylgjum ekki tískustraumum heldur stendur Fors fyrir gæði.