Þyngdarstjórnun á breytingaskeiðinu

Þyngdarstjórnun á breytingaskeiðinu

Meirihluti kvenna þyngist á breytingaskeiðinu og við tíðahvörf. Talið er að um 60-70% kvenna þyngist á þessu æviskeiði. Það er í raun ótrúlega hátt hlutfall. Kannanir benda til þess að rúmlega þriðjungur kvenna á breytingaskeiðinu byrji í nýrri líkamsrækt eða byrji á nýju æfingaprógrammi til þess að ná stjórn á þyngdaraukningu og til þess að auka almenna vellíðan.

Konur þyngjast oft á breytingaskeiði þar sem estrógen hormónið, sem hjálpar til við að stjórna fitudreifingu og efnaskiptum, lækkar eða sveiflast. Þess vegna dregur úr fitubrennslu. Þar sem konur missa einnig vöðvamassa vegna þessara efnaskiptabreytinga lækkar grunnbrennsluhraðinn (magn hitaeininga sem brenna án fyrirhafnar - spent resting calories), sem veldur því að umfram hitaeiningar safnast upp í líkamanum.

Starfsmenn DR.VEGAN® eru sérfræðingar í því að styðja konur í gegnum breytingaskeiðið með framleiðslu úrvals fæðubótarefna og með fræðslu, sem getur nýst hverri og einni konu. Hvort sem það er næringarstuðningur eða fæðubót fyrir hormónaframleiðslu, stoð fyrir bein og vöðva, stuðningur við þyngdarstjórnun eða einfaldlega með því að veita konum aukna vitneskju um hvað gerist á breytingaskeiðinu og hvernig er best að bregðast við því. Við hjá Fors leggjum metnað í að taka þátt í þessu starfi og í þessu ferðalagi með konum í gegnum breytingaskeiðið.

Hægari efnaskipti
Hægari efnaskipti gera það að verkum að líkaminn þarf færri hitaeiningar til að framkvæma dagleg efnaskipti. Með því að halda áfram eins og venjulega, og borða jafnmikið og áður, getur það leitt til umfram hitaeininga og þar með þyngdaraukningar.

Hreyfing er lykilatriði til að viðhalda efnaskiptaheilsu á miðjum aldri, og það að styðja við vöðvamassa og vöðvastyrk getur viðhaldið getu líkamans til efnaskipta. Best er að styðja við vöðvaheilsu með því að fá nægt prótein, ásamt magnesíum og D-vítamíni, og stunda styrktar- og þolþjálfun. Alltaf er best að byrja rólega þegar hafist er handa við styrktar- og þolþjálfun. Lykilatriðið er að finna eitthvað sem er skemmtilegt og viðráðanlegt og byggja hægt og rólega á því.


Streitustjórnun
Á breytingaskeiði og í tíðahvörfum taka nýrnahetturnar við stærra hlutverki í hormónajafnvægi. Ef þú ert undir langvarandi streitu getur það aukið framleiðslu kortisóls, sem getur stuðlað að einkennum eins og þreytu, lélegum svefni og þyngdaraukningu. Þyngdaraukning tengd kortisóli birtist yfirleitt á kviðsvæðinu. Haltu áfram að fræðast um streitu á breytingaskeiði.

Vertu viss um að gefa þér tíma til að minnka streitu meðvitað, og jafnvel endurmeta ákveðin svið lífsins ef þau valda of mikilli streitu. Líðan þín á að vera í forgangi á þessu lífsskeiði. Gakktu úr skugga um að þeir sem standa þér næst viti að þú ert að reyna að draga úr streitu og viðhalda innri ró eins og hægt er. Sem betur fer hefur náttúran gefið okkur jurt sem getur hjálpað – ashwagandha. Þessi frábæra jurt dregur úr magni kortisóls sem nýrnahetturnar losa og getur hjálpað gegn þyngdaraukningu tengdri kortisóli, auk lélegs svefns og lítillar orku sem tengist kortisóli. Haltu áfram að fræðast um kortisól.

Blóðsykursjafnvægi
Streitu­hormónið kortisól getur einnig haft neikvæð áhrif á blóðsykurs­jafnvægi og valdið sveiflum sem geta haft mikil áhrif á skap og þyngdarstjórnun. Þegar kortisól hækkar losar líkaminn forðað glúkósa út í blóðið og þegar hann er ekki notaður er hann geymdur sem fita á miðsvæði líkamans.

Neysla á próteini og trefjum styður við aukið blóðsykursjafnvægi. Króm gegnir sama hlutverki og er mjög öflugt í því skyni. Það er nauðsynlegt til að stjórna glúkósa og insúlíni og með hæfilegri neyslu á krómi helst blóðsykurinn stöðugri og löngun í sætindi minnkar. Með því að forðast sveiflur í blóðsykri sem fylgja skyndilegri matarlyst og áti er hægt að koma í veg fyrir fitusöfnun á kviðsvæði með tilheyrandi þyngdaraukningu.


Svefnleysi
Svefntruflanir geta komið fram vegna hormónabreytinga eins og lægri prógesterón- og estrógen gilda. Skortur á svefni eykur síðan magnhormónið ghrelin og dregur úr hormóninu leptín sem gefur mettunartilfinningu. Lélegur svefn hækkar einnig kortisól sem getur leitt til aukinnar fitusöfnunar á kviðsvæði.

Gakktu úr skugga um að þú gefir þér tíma fyrir sjálfa(n) þig fyrir svefninn. Að eyða 30 mínútum í að slaka á og draga úr streitu eftir daginn getur haft mjög jákvæð áhrif á svefngæði. Að hafa reglulega svefnrútínu og tímasetningar skiptir einnig miklu máli þar sem líkaminn lagar sig að ákveðnum svefntímum. Ef hitakóf halda þér vakandi á nóttunni skaltu nota bómullar­rúmföt og náttföt og sofa með viftu nálægt rúminu til að halda þér svölum. Gakktu úr skugga um að herbergið sé dimmt og hljóðlátt. Þú gætir haft áhuga á að læra hvernig matur getur haft áhrif á svefngæði.

Magnesíumglýsínat fyrir svefninn getur einnig hjálpað þér verulega að slaka á. Magnesíum er nauðsynlegt fyrir framleiðslu GABA, „róandi“ boðefnis sem hjálpar líkamanum og huganum að slaka á. Magnesíum er einnig nauðsynlegt fyrir framleiðslu melatóníns, svefnhormónsins sem hjálpar þér að sofna. Haltu áfram að fræðast um hvers vegna konur þurfa magnesíum eða finndu hvaða tegund magnesíums hentar þér best.


Vökvasöfnun og vökvabólga
Þegar prógesterón lækkar getur vökvasöfnun aukist og valdið því að þú finnir fyrir eða lítir út fyrir að vera bólgnari en raun ber vitni. Prógesterón virkar sem náttúrulegt þvagræsandi hormón sem hjálpar líkamanum að losa um umframvökva, svo þegar magn þess minnkar getur vökvasöfnun komið fram. Að borða fæði ríkt af fersku grænmeti, drekka vel af vatni og minnka salt og unnin matvæli getur haft veruleg áhrif. Væg hreyfing, eins og ganga eða jóga, hjálpar líkamanum einnig að viðhalda eðlilegu vökva­jafnvægi. Margar konur upplifa jafnframt að magnesíumríkur matur, eins og laufgrænmeti, hnetur og fræ, geti stutt við vökva­jafnvægi og dregið úr uppþembu.

DR.VEGAN® framleiðir úrvalsfæðubótarefni sem taka mið af framangreindu. Má þar helst nefna Menofriend, Weight Management Support, GlucoBalance og Debloat and Detox.