Zink er ómissandi fyrir eðlilega starfsemi ónæmiskerfis okkar. Ef við höfum ekki nóg af því virkar ónæmiskerfið ekki að fullu.
Zink hefur margvísleg áhrif á ónæmiskerfið okkar og er mikilvægt fyrir eðlilega þróun og starfsemi frumna sem styðja við ónæmi líkamans. Blóðið samanstendur af vökva sem kallast plasma, rauðum blóðkornum, hvítum blóðkornum og blóðflögum. Hvítu blóðkornin okkar eru hluti af ónæmiskerfi okkar og berjast gegn sýkingum og sjúkdómum.
Hvítu blóðkornin eru mismunandi og hlutverkin sömuleiðis. Daufkyrningar eru þau hvítu blóðkorn sem við höfum mest af. Daufkyrningar eru fyrstir til að þekkja og berjast gegn sýkingum. Náttúrulegar drápsfrumur (NK frumur) eru einnig hvít blóðkorn sem eyðileggja sýktar frumur eins og krabbameinsfrumur. Báðar þessar tegundir þurfa zink til þess að starfa eðlilega. Sama má segja um B og T eitilfrumur, sem eru tegund lítilla hvítra blóðkorna sem finnast aðallega í eitlakerfinu og eru nauðsynlegar til að hjálpa líkamanum að að verja sig og búa til mótefni. Zink er nauðsynlegt til að stjórna og þroska þessar frumur og ef þær eru í ójafnvægi þá getur það valdið sjálfsofnæmi.
Zink virkar einnig sem andoxunarefni eða hjálpar til við að koma jafnvægi á oxunarstig líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir ónæmiskerfið að halda oxun í jafnvægi þar sem sumar frumur þurfa andoxunarefni til að vernda þær fyrir eigin eiturefnum sem losna þegar þær komast í snertingu við sýkla.
Nokkur einkenni um Zinkskort
Zinkskortur getur valdið mörgum einkennum og haft margvísleg áhrif á starfsemi líkamans.
- Hvítir blettir á nöglum sem tengjast ekki áverkum eða yfirborðsskemmdum er eitt af fyrstu einkennum þess að líkamann vantar sink. Það tekur 6 mánuði fyrir neglurnar að vaxa alveg út, svo það er þess virði að fylgjast með nöglunum til að tryggja að engin ný merki sjáist nálægt naglaböndunum.
- Hárlos eða hárþynning. Hárið eða hárfrumur vaxa hraðar en margar aðrar frumur í líkamanum. Þar af leiðandi þurfa þær meira zink en aðrir hlutar líkamans og þess vegna skiptir máli ef hárið er að þynnast eða losna (hárlos) að kanna zinkgildi líkamans, sem auðvelt er að gera með blóðprufu. Þar sem zink er einnig nauðsynlegt fyrir hormónajafnvægi, getur hárþynning sem tengist breytingum á hormónastyrk einnig verið merki um ófullnægjandi zinkinntöku.
- Unglingabólur (acne). Zink er nauðsynlegt fyrir heilsu og styrk húðarinnar, hormónajafnvægi okkar og ónæmiskerfi. Zinkskortur getur leitt til acne eða mikillar bólumyndunar í húð.
- PMS. Pre-menstrual syndrome (fyrirtíðarspenna) kemur fyrst og fremst fram vegna ójafnvægis hormóna. Zinkskortur getur valdið ójafnvægi hormóna, sem getur gert verki eða önnur einkenni fyrirtíðarspennu óþægilegri.
- Lágt testósteróngildi. Zink er nauðsynlegt fyrir jafnvægi testósteróns, bæði hjá körlum og konum. Karlar með lágt testósterón ættu að skoða hvort að þeir hafi nægilegt magn af zinki.
- Óeðlileg eða mikil viðkvæmni fyrir sýkingum. Þar sem zink er mikilvægt fyrir virkni ónæmisfrumna dregur ófullnægjandi inntaka úr starfsemi þeirra, sem leiðir til tíðari sýkinga eða veikinda.
- Minni matarlyst. Jafnvel örlítill skortur á zinki getur valdið minni matarlyst.
- Sjónvandamál. Augu innihalda mikið af zinki og við zinkskort getur sjónin versnað. Líklegasta fyrsta einkenni í augum af völdum zinkskorts er þokusýn.
- Slæmt bragð- og lyktarskyn. Frumurnar sem mynda bragðlaukana og „lyktarfrumurnar“ eru frumur sem endurnýja sig hratt samanborið við aðrar frumur líkamans . Þar af leiðandi þurfa þær meira magn af zinki en flestar aðrar frumugerðir og skortur á zinki getur skert bragð- og lyktarskyn.
- Sár sem gróa illa. Zink er nauðsynlegt fyrir endurmyndun DNA. Þess vegna er það nauðsynlegt fyrir hverja nýja frumu. Þegar sár eru að gróa fara þau í gegnum hraða endurnýjun frumna, sem öll þurfa zink.
Hvaða matvæli innihalda mikið Zink?
Algengustu uppsprettur zinks eru að finna í kjöti, þar á meðal nautakjöti, svínakjöti og alifuglakjöti. Einnig í sjávarfangi eins og ostrum. Sömuleiðis má finna zink í plönturíkinu. Hnetur og fræ innihalda zink. Sömuleiðis linsubaunir og kjúklingabaunir svo eitthvað sé nefnt.
Nordbo framleiða hágæða fæðubótarefni. M.a. fæðubótarefni sem innihalda zink.
Vegan D3, C og Zink er ónæmisbomba sem gott er að taka þegar flensutíminn hefur innreið sína. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða vöru sem inniheldur D3-vítamín, C-vítamín og Zink, sem eru allt þekkt fæðubótarefni sem styrkja ónæmiskerfið.
Nutriskin vörurnar frá Nordbo hafa fengið mjög góðar viðtökur hér á landi. Nutriskin Clean er ótrúlega virk blanda með zinki sem hreinsar húðina og hjálpar þeim sem eru að berjast við acne eða unglingabólur. Þessi vara hefur fengið ótrúlega jákvæðar umsagnir og myndir sem teknar eru fyrir og eftir inntöku sýna hve áhrifin geta verið mikil.
Nutriskin Shape inniheldur einnig zink og er hönnuð til þess að styrkja og efla húðina. Þessari vöru hefur verið vel tekið sérstaklega af konum sem eru komnar á miðjan aldur enda finna flestar fyrir jákvæðum áhrifum.
Skin Support Zink er einnig mjög góð vara sem hreinsar og styrkir húðina. Hún er ekki með grænu tei eins og Nutriskin Clean og þess vegna hentar hún einnig vel unglingum og þeim sem ekki neyta koffíns.