Mage undraefnið gegn hæðgatregðu

Mage undraefnið gegn hæðgatregðu

Hvernig náttúruleg fæðubótarefni geta virkað fyrir fólk með hægðatregðu

Hægðatregða og harðar hægðir eru stórmál fyrir marga. Að lenda í stoppi er eitthvað sem flestir upplifa en sumir búa við yfir lengri tíma. Uppþemba, óþægindi í maga, óreglulegar hægðir og hægðatregða geta yfir lengri tíma haft áhrif á daglegt líf, orku og skaplyndi ásamt því að hafa í för með sér ýmsar hliðarverkanir. Margir hafa prófað ótrúlegustu hluti til þess að bjarga málunum en oftast án árangurs. Trefjar, fæðubótarefni, lyf og magnesíumblöndur virka alls ekki alltaf.

En sem betur fer býr náttúran yfir ýmsum jurtum sem geta gert kraftaverk. Mage, sem er án efa ein vinsælasta varan frá NORDBO, inniheldur jurtablöndu sem virkar fyrir flesta. Umsagnir viðskiptavina segja sína sögu. 

Tökum Hörpu sem dæmi. Hún sendi okkur línu og greindi frá því, að hún hafði prófað nánast allt sem var í boði áður en hún rakst á Mage. "Frábær vara, hefur hjálpað mér mjög mikið, besta sem ég hef prófað", segir hún. Emilía segir í sinni umsögn: "Mage virkar, eina sem hefur virkað fyrir mig í mörg ár". Við getum einnig tekið umsögn frá Margréti sem segir: "Frábær vara, hefur alveg bjargað mér í mínum meltingarvandamálum. Mæli 100% með Mage". En hver er lykillinn að virkninni?

Jurtir og fæðubótarefni sem stuðla að heilbrigðari meltingu

Rabarbararót: Hefð er fyrir því að nota hana til þess að tryggja heilbrigðari meltingu og koma í veg fyrir óreglulegar hægðir og hægðatregðu án þess að valda magakrampa eða óþægindum.

Magnesium: Magnesium slakar á vöðvum í meltingarvegi og dregur vökva inn í ristilinn sem mýkir hægðirnar og auðveldar losun þeirra. Öfugt við laxerandi lyf þá hjálpar magnesíum meltingarveginum með náttúrulegum hætti. 

Triphala: Triphala er einn af hornsteinum Ayurvedic fræðanna. Triphala inniheldur þrjár jurtir sem styðja við heilbrigða meltingu og hreinsun. Triphala hreinsar meltingarveginn á mildan og náttúrulegan hátt.

Aloe Vera: Aloe Vera mýkir og græðir og styður við þægilegri meltingu og mýkri hægðir.

Mallow Root & Slippery Elm (Fjólurót og Regnálmur): Þessar seigfljótandi og sleipu jurtir verja þarmana og ristilinn og draga þannig úr óþægindum og tryggja auðveldari losun hægða.

Náttúrulegur stuðningur virkar

Það má segja að þessi náttúrulegu meltingarefni vinni með líkamanum en ekki gegn honum. Þau geta tryggt heilbrigðari meltingu til lengri tíma án þess að vera ávanabindandi.

Lífsstílsbreytingar geta stutt við virknina

Lífsstíll skiptir máli þegar leysa á úr meltingarerfiðleikum. Miklu skiptir að borða reglulega og þá hollan og trefjaríkan mat. Einnig skiptir máli að drekka vel af vatni og stunda reglulega hreyfingu. 

Fyrir þá sem eiga erfitt með hægðir þá er Mage augljós valkostur og tryggir náttúrulega leið út úr erfiðleikunum.