Happy Hormones - hamingjuhormónin okkar

Happy Hormones - hamingjuhormónin okkar

Hormón gegna lykilhlutverki í því að stjórna skapi okkar, tilfinningum og almennri vellíðan. Meðal þeirra eru svokölluð „hamingjuhormón“ – serótónín, dópamín, oxýtósín og endorfín – sem stuðla að hamingju, ánægju og tilfinningalegu jafnvægi. Þessi mikilvægu hormón hafa áhrif á heilann og taugakerfið. Ójafnvægi í þessum hormónabúskap getur leitt til geðraskana, kvíða og þunglyndis.

Að skilja hvernig þau virka og hvernig við getum náttúrulega aukið magn þeirra með lífsstíl og mataræði getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu.

Hver eru hamingjuhormónin okkar og hvaða hlutverki gegna þau?

1. Serótónín – Skapstöðugleikinn
Serótónín er taugaboðefni sem stjórnar skapi, svefni, meltingu og almennri tilfinningalegri vellíðan. Lítið magn serótóníns er tengt við þunglyndi, kvíða og svefntruflanir. Serótónín er að mestu framleitt í meltingarveginum. Oft er fjallað um hinn svokallaða heila - þarma ás - eða hvernig melting getur haft áhrif á líðan og skap. Það skiptir því miklu máli að meltingin sé í lagi og að við hugum að þarmaheilsunni okkar.

2. Dópamín – Verðlaunaefnið
Dópamín tengist ánægju, hvatningu og vellíðan. Það losnar um dópamín þegar við náum markmiðum, ljúkum krefjandi verkefni eða æfingu, tökum þátt í skemmtilegum athöfnum eða upplifum eitthvað ánægjulegt. Ójafnvægi í dópamíni getur leitt til ástands eins og þunglyndis og fíknar.

3. Oxýtósín – Ástarhormónið
Oxýtósín er oft nefnt „tengslahormónið“. Það losnar um það við félagsleg samskipti, snertingu og tilfinningalega nánd. Það hjálpar okkur að byggja upp traust, samkennd og koma á djúpum samskiptum. Oxýtósín gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að draga úr streitu og efla tilfinningalegan styrk.

4. Endorfín – Náttúrulegu verkjastillarnir
Endorfín eru hormón sem virka sem náttúrulegir verkjastillar og streitulosarar. Það losnar um endorfín við líkamsrækt, hlátur og ánægjulegar upplifanir. Endorfín hjálpa til við að draga úr sársaukaskynjun og skapa vellíðan. 

Lífsstílsráð til að auka framleiðslu hamingjuhormóna
Það er nauðsynlegt að átta sig á því til eru náttúrulegar leiðir til að auka þessi hormón:

Hreyfing – Líkamleg virkni, sérstaklega þolæfingar, teygjur og jóga, eykur magn endorfíns og dópamíns. 

Sólarljós – Sólarljós eykur framleiðslu serótóníns.

Hugleiðsla og núvitund – Æfingar eins og hugleiðsla og djúp öndun auka magn dópamíns og serótóníns.

Félagsleg tengsl – Að verja tíma með ástvinum, faðmast og eiga góð samskipti losar um oxýtósín.

Hlátur og tónlist – Að horfa á eitthvað fyndið eða hlusta á gleðilega tónlist getur örvað losun endorfína.

Góður svefn – Góðar svefnvenjur stuðla að framleiðslu dópamíns og serótóníns. 

DR.VEGAN® fæðubótarefnin eru m.a. miðuð að því að auka getu líkamans til þess að framleiða þessi nauðsynlegu hormón og þannig aðstoða okkur við að koma á hormónajafnvægi og auka almenna vellíðan.