Kinetica sports og enska úrvalsdeildarliðið Fulham hafa gert með sér samstarfssamning. Kinetica verður einn af opinberum syrktaraðilum liðsins og sér leikmönnum fyrir próteini og öðrum úrvalsfæðubótarefnum.
Flestir þekkja átökin í úrvalsdeildinni og þegar kemur að undirbúningi og næringu þá vilja leikmenn aðeins það besta. Þar kemur Kinetica sterkt inn. Hvort sem um er að ræða kreatín, prótein, prefuel, recovery, orkugel eða eloctrolytes. Þessi styrktarsamningur er einn sá stærsti sem Kinetica hefur gert hingað til og vonandi munu leikmenn njóta hans ríkulega.
“Partnering with Kinetica Sports this season is a huge step forward for our nutrition programs across the First Team, Academy and Women’s Team", segir Matt Westmoreland, næringarfræðingur hjá Fulham FC.
Hann greindi einnig frá því að hágæðavörurnar frá Kinetica, sem byggja á vísindarannsóknum og eru framleiddar skv. ströngustu stöðlum, munu koma til með að tryggja að leikmenn fái allt sem þeir þurfa þegar kemur að því að byggja upp vöðva, orku og að ná góðri endurheimt.
Kinetica vörurnar fást í netversluninni okkar og við erum stöðugt að auka úrvalið. Viðtökurnar hafa verið framar okkar björtustu vonum enda vilja viðskiptavinir okkar aðeins gæði og hreinleika.