Hvað er PMS (fyrirtíðaspenna)?
Fyrir þá sem ekki vita þá upplifa um 75% kvenna PMS (premenstrual syndrome) eða fyrirtíðaspennu einhvern tíma fyrir tíðahvörf. Upplifunin er mjög misjöfn og einstaklingsbundin. PMS hefur í för með sér fjöldan allan af líkamlegum, sálrænum og tilfinningalegum einkennum. Einkennin geta byrjað allt að tveimur vikum fyrir tíðir. Einkennin hverfa síðan fljótlega eftir að tíðablæðingar hefjast.
Ef kona hefur einkenni sem hætta ekki stuttu eftir að blæðingar hefjast, getur það verið merki um aðra sjúkdóma sem viðkomandi verður þá að skoða sérstaklega.
PMS flokkunarkerfi - mismunandi einkenni.
Dr. Guy Abraham, M.D., er breskur kvensjúkdóma- og innkirtlafræðingur. Hann hefur þróað kerfi með 4 flokkum fyrir mismunandi einkenni PMS – einkenni sem virðast stjórnast af mismunandi hormónaójafnvægi.
Mörgum konum finnast flokkar GE Abraham vera upplýsandi. Ljóst er að þetta flokkunarkerfi hentar ekki öllum en getur hjálpað mörgum sem eru að reyna að skilja betur hvað veldur mismunandi einkennum.
PMS-A: (Anxiety) -Kvíði. Þetta eru algengustu einkenni PMS. M.ö.o er um að ræða skapsveiflur, pirring, kvíða og spennu. Líklegasta orsökin er ójafnvægi á estrógeni (of hátt) og prógesterón (of lágt). TIl þess að draga úr þessum einkennum er gott að borða mat sem er ríkur af B6 vítamíni. Þar má nefna sólblómafræ, hveitikím, hafra og banana. En B6 stuðlar að eðlilegu prógesterónmagni í líkamanum. Jurtin Agnus Castus Extract (Chaste Berry) hefur einnig jafnan verið notuð við PMS og hjálpar til við að hækka gildi prógesterón.
PMS-C: (Craving) -Löngun. Þessi flokkur einkennist meðal annars af löngun í sætindi, óseðjandi matarlyst, þreytu og höfuðverk. Líklegasta orsök PMS-C er mikið magn af insúlíni á fyrri hluta tíðahringsins og vandamál með glúkósaþol (blóðsykursjafnvægi). Það skiptir því máli að reyna að koma jafnvægi á blóðsykurinn með góðum próteingjöfum eins og tempeh, tofu og mögru kjöti (ef þú ert ekki vegan). Einnig er nauðsynlegt að bæta við hollri fitu eins og avókadó, sem og flóknum kolvetnum eins og heilum höfrum eða heilhveiti. Rétt er að forðast hreinsuð kolvetni, hvítan sykur og sælgæti.
PMS-H: (Hydration). Ofvökvun (bólga, vökvasöfnun og bjúgur). Einkenni þessa flokks eru þyngdaraukning, vökvasöfnun, bólga og eymsli í brjóstum. Þetta er þekkt sem of mikil vökvasöfnun og það er síður en svo notalegt þegar fötin þín eru of þröng og brjóstin eru aum. Líkleg orsök er of mikið aldósterón frá nýrnahettum sem virkar eða hefur áhrif á nýrun sem stjórna vökvajafnvægi. Ef þú ert PMS-H skaltu fylgjast með saltneyslu þinni og reyna að neyta þvagræsandi matvæla eins og sellerís, agúrku og steinselju. En þetta eru allt jurtir sem geta hjálpað líkamanum við að draga úr vökvasöfnun.
PMS-D: (Depression) –Þunglyndi. Hefur þér einhvern tíma fundist eins og þú sért að gráta úr þér augun án ástæðu? PMS-D einkennist af þunglyndi, gráti og tilfinningalegu ójafnvægi. Orsökin er líklegast lágt estrógen, of mikið prógesterón og lítið serótónín (velferðarhormón). Ef þú ert PMS-D, reyndu þá að borða tryptófanríkan mat. Tryptófan er amínósýra sem eykur myndun serótóníns. Tryptófanrík matvæli eru t.d. möndlur, avókadó og sojamjólk. PMDD: Mikil PMS-D einkenni eru flokkuð sem PMDD (premenstrual dysphoric disorder) þar sem einkenni geta haft veruleg áhrif á daglegt líf og komið í veg fyrir eðlileg samskipti.
Góð ráð frá DR.VEGAN®sem geta stuðlað að auknu hormónajafnvægi.
Nauðsynlegt er að koma jafnvægi á blóðsykurinn. Gott er að borða flókin kolvetni eins og heilkorn, prótein eins og tofu eða tempeh, góða fitu eins og avókadó og ólífur. Forðastu hvítan sykur. DR.VEGAN® leggur einnig til að rétt sé að skoða að taka fæðubótarefni eins GlucoBalance®, sem er náttúrulegt fæðubótarefni sem hjálpar til við að koma jafnvægi á blóðsykurinn.
Gott er að borða holla fitu. Handfylli af hráum hnetum og fræjum á hverjum degi getur þannig skipt miklu máli.
Bættu grænmeti við mataræðið þitt, þar á meðal spergilkáli, káli og rósakáli til að styðja við starfsemi lifrarinnar og náttúrulega hreinsun hennar. (Oft talað um grænmeti af krossblómaætt). Forðastu xenoestrogens eða hormónatruflandi efni sem m.a. má finna í plasti, í sumum húðvörum og byggingarvörum. Þess vegna er t.d. gott að skoða alltaf merkimiðann á snyrtivörum til að ganga úr skugga um að þær innihaldi ekki algenga xenoestrogena, þar á meðal 4-MBC (sólarvarnarkrem), parabena, þ.mt metýlparaben, ethylparaben og própýlparaben, sem almennt er notað sem rotvarnarefni í húðvörur.
Síðan en ekki síst bendir DR.VEGAN® að sjálfsögðu einnig á PMS Hero®, sem er náttúrulegt fæðubótarefni sem hefur áhrif á einkenni PMS og hefur verið vel tekið af þúsundum kvenna. PMS Hero® hefur áhrif á hormónajafnvægi líkamans. Rannsóknir sýna að PMS Hero® er áhrifaríkara en mörg önnur fæðubótarefni. PMS Hero® inniheldur m.a. Shatavari, Dong Quai, Chaste Tree, Bromelain, Folate og B-vítamín. Um 90% kvenna eða níu af hverjum 10 sem neyta þess finna mikil jákvæð áhrif.
Vertu besta útgáfan af sjálfri þér.
(Byggt á heimildum frá DR.VEGAN®)