Konur og Magnesíum

Konur og Magnesíum

Magnesíum er oft vanmetið í umræðu um fæðubótarefni fyrir konur. Þetta nauðsynlega steinefni tekur þátt í yfir 300 lífefnafræðilegum ferlum í líkamanum. Þrátt fyrir það er oft litið fram hjá virkni þess í umfjöllun um næringarþörf kvenna á mismunandi skeiðum lífsins. Frá tíðaspennu og breytingaskeiði yfir í tíðahvörf gegnir magnesíum lykilhlutverki í að styðja við hormónajafnvægi, skaplyndi, beinheilsu og svefn svo eitthvað sé nefnt.

En hvers vegna skiptir magnesíum máli fyrir konur
Magnesíum er ómissandi fyrir orkuframleiðslu, taugastarfsemi, slökun vöðva, blóðsykursstjórnun og starfsemi hormóna og taugaboðefna eins og serótóníns og melatóníns. Konur kunna að vera líklegri til að þróa með sér skort á magnesíum vegna blæðinga, streitu, meðgöngu og hormónabreytinga á lífsleiðinni.
Nýleg rannsókn í Bandaríkjunum sýndi að um það bil 48% Bandaríkjamanna neyta minna en ráðlagðan dagskammt af magnesíum.

Magnesíum og tíðaspenna (PMS)
Margar konur upplifa einkenni tíðaspennu eins og skapsveiflur, uppþembu, krampa og þreytu. Nýlegar rannsóknir benda til þess að magnesíum geti dregið verulega úr þessum kvillum.

Skap og kvíði: Magnesíum hefur róandi áhrif á taugakerfið og getur dregið úr pirringi, kvíða og þunglyndi sem tengjast PMS (fyrirtíðaspennu)

Vöðvakrampar og uppþemba: Magnesíum slakar á vöðvum og getur minnkað legkrampa og vökvasöfnun.

Magnesíum við PCOS og endómetríósu
Magnesíum getur veitt konum með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS) eða endómetríósu stuðning með því að bæta insúlínnæmi og styðja við vöðvaslökun og verkjastillingu.

Magnesíum á breytingaskeiði (perimenopause)
Breytingaskeiðinu, sem er umbreytingartímabil áður en tíðahvörf eiga sér stað, fylgja oft einkenni eins og svefntruflanir, kvíði, heilaþoka og þreyta. Magnesíum getur veitt konum mikilvægan stuðning þegar tekist er á við þessi einkenni.

Svefn og skap: Magnesíum stuðlar að slökun og hjálpar til við að stilla melatónín og GABA, sem aftur eru nauðsynleg til þess að tryggja góðan svefn og stöðugt skap.

Beinheilsa: Þegar estrógen fer að minnka, eykst beinþynning. Magnesíum ásamt kalki og D-vítamíni er nauðsynlegt til þess að auka beinþéttni.

Orka og streita: Magnesíum er nauðsynlegt fyrir orkuframleiðslu og streituþol, sem skiptir sérstaklega miklu máli á breytingaskeiðinu.

Magnesíum og tíðahvörf
Þegar kona hefur ekki haft blæðingar í 12 mánuði er hún komin í tíðahvörf. Hormónabreytingar á þessu skeiði geta valdið hitakófum, svefntruflunum, pirringi og aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Hitakóf og pirringur: Sumar rannsóknir benda til þess að magnesíum geti dregið úr hitakófum og bætt skap.

Hjarta- og beinheilsa: Magnesíum styður við starfsemi hjarta- og æðakerfisins, hjálpar til við blóðþrýstingsstjórnun og stuðlar að áframhaldandi viðhaldi beinmassa.

Eftir tíðahvörf og öldrun
Magnesíum heldur áfram að vera mikilvægt eftir tíðahvörf, sérstaklega þar sem hættan á beinþynningu, vöðvarýrnun (sarkópenu) og vitrænni hrörnun eykst.

Beinþéttleiki: Magnesíum ásamt kalki er nauðsynlegt við myndun beinagrindarefnis.

Vöðvastarfsemi: Magnesíum hjálpar til við að viðhalda vöðvastyrk og samhæfingu vöðva.

Heilastarfsemi: Rannsóknir benda til mögulegs sambands milli magnesíuminntöku og minni áhættu á vitrænni hrörnun og elliglöpum.

Bestu magnesíumformið fyrir konur
Ekki eru öll magnesíumfæðubótarefni eins. Magnesíumglycínat er einstaklega hentugt. Það frásogast vel og er gott í maga.