Karlar og hjartasjúkdómar

Karlar og hjartasjúkdómar

Hjarta- og æðasjúkdómar valda um það bil 17,9 milljónum dauðsfalla á hverju ári á heimsvísu og eru karlar í miklum meirihluta þeirra sem falla í valinn. Stundum er hjartasjúkdómum líkt við faraldur og eitt er ljóst að hjartasjúkdómar eru alvarlegt heilsufarsvandamál sem skiptir alla máli. 

Hjartasjúkdómar orsakast m.a. af æðakölkun (atherosclerosis). Við æðakölkun myndast skellur innan á æðunum sem eru yfirleitt samsettar úr oxuðu kólesteróli sem aftur þrengir að blóðflæði og hækkar blóðþrýsting. Þessi uppsöfnun kólesteróls getur þrengt eða stíflað slagæðar, minnkað blóðflæði til hjartans og leitt til hjartaáfalls. Ýmsir þættir geta valdið þessu og margir þeirra eru sérstaklega algengir hjá körlum.

Líffræðilegir þættir

Karlar eru líklegri til að fá hjartasjúkdóma fyrr en konur. Estrógen, hormón sem er í hærra magni í konum en körlum, veitir ákveðna vernd gegn hjartasjúkdómum fyrir tíðahvörf. Estrógen örvar myndun HDL-kólesteróls og dregur úr myndun LDL-kólesteróls (oft nefnt slæma kólesterólið). Estrógen bætir einnig starfsemi innhjúpsins í æðunum. Þegar konur ná tíðahvörfum aukast líkur á því að þær fái hjartasjúkdóma vegna minnkandi estrógens. Karlar eru líklegri til þess að að fá hjartasjúkdóma 7- 10 árum fyrr en konur. Má m.a. rekja það til þess að karlar hafa lægra gildi af estrógeni heldur en konur.

Hormónatengdir þættir

Testósterón hefur áhrif á hjartaheilsu karla. Hærra testósterónmagn getur tengst hærra LDL-kólesteróli sem eykur áhættu á hjartasjúkdómum.

Sumar rannsóknir hafa sýnt að testósterón geti örvað losun bólguefna, þar á meðal cytokína og interleukína sem geta valdið bólgu í æðaveggjum. Bólga er stór þáttur í framvindu æðakölkunar, þar sem hún stuðlar að myndun skella og gerir þær líklegri til að rifna, sem aftur getur leitt til hjartaáfalls eða heilablóðfalls. Hins vegar er rétt að taka fram að niðurstöður rannsókna á þessu sviði eru misvísandi, þar sem sumar rannsóknir gefa til kynna að testósterón geti haft bólgueyðandi áhrif. Vísindin gefa því ekki að öllu leyti fullkomlega skýra mynd af afleiðlngum testósteróns og því er best að tryggja að testósterónmagn sé innan eðlilegra marka, hvorki of hátt né of lágt.

Lífsstílsþættir

Karlar eru líklegri til að taka upp hegðun sem eykur áhættu á hjartasjúkdómum. Þar má nefna reykingar, slæmt mataræði, mikla áfengisneyslu og litla hreyfingu. Þetta gæti verið þýðingarmeira en áhrif testósteróns. Það er einnig auðveldara að ná tökum á lífsstílsþáttunum og það ætti að vera í forgangi hjá körlum sem vilja draga úr hættu á hjartasjúkdómum. Gott er að fara reglulega í hjarta- og æðaskoðanir og fylgjast með hjartaheilsu á meðan unnið er að því að bæta þá lífsstílsþætti sem hafa áhrif á hjarta- og æðakerfið.

Reykingar
Reykingar eru skaðlegar fyrir hjartað. Sérhver sígaretta hækkar kortisólmagn í líkamanum, sem stuðlar að langvarandi streitu á hjartað.

Of mikil áfengisneysla
Áfengisneysla getur aukið magn fitu í blóði og að lokum stuðlað að stíflun í slagæðum. Gott er því að halda áfengisneyslu í lágmarki.

Mataræði
Hollt og fjölbreytt mataræði, ríkt af trefjum, grænmeti og ávöxtum, er fyrsta skrefið. Trefjar hjálpa til við að fjarlægja kólesteról úr líkamanum og andoxunarefni í grænmeti og ávöxtum hjálpa til við að koma í veg fyrir oxun kólesteróls í æðum. Það hefur einnig verið sýnt fram á að omega-3 er einnig gagnlegt fyrir hjarta- og æðakerfið, þar sem það hjálpar til við að koma í veg fyrir að blóð verði of þykkt og minnkar þannig álag á hjartað. Omega-3 finnst í feitum fiski, chia-fræjum, valhnetum og þaraolíu svo eitthvað sé nefnt. Fjölmörg fæðubótarefni innihalda einnig omega-3.

Hreyfing
Regluleg hreyfing er nauðsynleg til að viðhalda heilbrigðu hjarta. Góð hreyfing getur lækkað blóðþrýsting, bætt þríglýseríð (blóðfitu) og minnkað magn LDL „slæms“ kólesteróls. Hreyfing styrkir hjartað og dregur úr streitu. Ef þú hefur átt við hjarta- eða æðavandamál að stríða byrjaðu þá á því að ráðfæra þig við lækni áður en þú byrjar að æfa eða stunda mikla hreyfingu. 

Minnkaðu streitu
Streita hækkar blóðþrýsting og setur aukið álag á hjartað. Hreyfing og minni streita eru þannig mikilvægir þættir fyrir hjarta- og æðakerfið. Jóga og hugleiðsla geta einnig virkað vel til að draga úr streitu.

HeartPro®
HeartPro® frá DR.VEGAN er fullkomið fæðubótarefni fyrir hjartaheilsu, þróað af sérfræðingum með innihaldsefnum sem hafa verið klínískt rannsökuð til að lækka kólesteról og styðja við heilbrigt hjarta dag hvern. Með innihaldsefnum á borð við plöntusteróla, góða gerla, hvítlauk og rauðgerjuð hrísgrjón getur HeartPro®  hjálpar til við að vernda og styðja hjartaheilsu.

Heimild: DR.VEGAN / Shona Wilkinson