Hvað er Magtein®?

Hvað er Magtein®?



Magtein® er einkaleyfisvarin eðalblanda sem inniheildur bæði magnesíum og L-threonate (unnið úr c-vítamíni). Magtein® var unnið og þróað af vísindamönnum  og taugasérfræðingum í Massachusetts Institute of Technology (MIT.)

Aðalkosturinn við þessa blöndu er að Magtein® getur aukið upptöku magnesíums í heilanum. Magnesíum citrate hefur verið notað til þess að vinna á meltingarvandamálum og sömuleiðis magnesíum bisclycinate sem jafnframt er einnig  notað til þess að vinna á svefnvandamálum og slaka á vöðvum. Magnesíum L-threnote er hins vegar í auknum mæli notað til þess að auka einbeitingu og möguleikann á því að vinna undir álagi. Með því að blanda L-threonate út í magnesíum er hægt að flytja magnesíum í gegnum heila-blóðþröskuldinn sem er lykilatriði.

Magtein® – Nýtni og frásog
Magtein® er eina magnesíumformið sem getur aukið magnesíumupptöku í heilanum með árangursríkum hætti.

Algeng magnesíumform, þar á meðal Magtein®, voru prófuð til að kanna hversu vel þau fara yfir blóð-heilaþröskuldinn. Þátttakendur í rannsókninnni tóku inn magnesíum í 24 daga og eftir þann tíma  var Magtein® eina efnasambandið sem með marktækum hætti hækkaði magnesíumstyrk í heilanum.

Auk þess hafa rannsóknir sýnt fram á, að Magtein® nær betur inn í taugafrumur en önnur form magnesíums, sem aftur eflir tengingar á milli taugafruma eða það sem kallað er synapse density (þéttni taugamóta).

Magtein® – Vísindin
Magtein® á rætur í vinnu og rannsóknum vísindamanna og sker sig úr sem magnesíumblanda með einstaka eiginleika. Eftir því sem rannsóknum á Magtein® fjölgar og eftir því sem fleiri rannsóknarniðurstöður er birtar hefur Magtein® orðið miðpunktur í næringar-taugavísindum. Í dag er Magtein®  eitt eftirsóttasta innihaldsefnið fyrir vitsmunalega heilsu.

Magtein® getur dregið úr streitu

Magtein®  hefur verið rannsakað með tilliti til áhrifa þess  daglegra streitu og benda niðurstöður til þess að Magtein® getir með áhrifaríkum hætti dregið úr streitu.

Brain & Memory frá NORDBO

Magtein® er eitt af lykilinnihaldsefnunum í Brain & Memory, sem er fæðubótarefni frá NORDBO. Brain & Memory hefur fengið frábærar viðtökur bæði hér heima og í Svíþjóð.