Hvað eru góðgerlar og hvað gera eiginlega þessir örsmáu liðsfélagar okkar?
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað góðgerlarnir - bakteríuflóran í meltingarveginum - er mikilvæg fyrir heilsuna. Góðgerlar vernda okkur fyrir sýkingum og hjálpa til við efnaskipti, meltingu og losun úrgangs. Jafnframt bendir margt til þess að ónæmiskerfi okkar sé að miklu leyti staðsett í þörmunum og að góð þarmaflóra sé undirstaða heilbrigðs líkama og andlegs jafnvægis. Með því að taka inn fæðubótarefni með góðgerlum getum við bætt þarmaflóruna og styrkt ónæmiskerfið.
Við höfum tekið saman algengustu spurningarnar sem okkur hafa borist um góðgerla og vonandi verða því margir einhvers vísari við lesturinn.
1. Fyrir hvað stendur CFU?
CFU stendur fyrir „colony-forming units“, sem vísar til fjölda lifandi og virkra örvera sem viðkomandi probiotic fæðubótarefni inniheldur. Þetta er mælt með viðurkenndum rannsóknaraðferðum og CFU gefur þannig til kynna fjölda örvera áður en þær komast í meltingarveginn. Virku örverurnar lifa og vaxa oft saman í stofnum þótt oft sé rætt um þær sem einstaka bakteríustofna. CFU vísar í raun til þeirra gagnlegu góðgerla sem hver skammtur inniheldur.
2. Er fjöldi CFU mikilvæg mælieining?
Fjöldi CFU er mikilvægur þáttur þegar fæðubótarefni er metið en það er alls ekki eini þátturinn sem skiptir máli. Góðgerlar eða probiotics eru dýrir í framleiðslu og þannig getur fjöldi CFU oft verið góð vísbending um gæði viðkomandi fæðubótarefnis. Fjöldinn þarf hins vegar ekki að gefa til kynna hvort að viðkomandi fæðubótarefni hafi betri virkni eða skili betri árangri. Flest fæðubótarefni sem innihalda góðgerla innihalda á milli 1-20 milljarða CFU af lifandi örverum í skammti. En það eru einnig til fæðubótarefni sem innihalda allt að 50 milljarða af CFU eða meira.
3. Hvað er fullnægjandi skammtur af CFU?
Sumir vísindamenn telja að lágmarksfjöldi í dagsskammti af góðgerlum þurfi að ná einum milljarði af CFU. Þetta á þó ekki við í öllum tilfellum. Almenna reglan er sú að rétti skammturinn fer eftir ýmsum þáttum, þ. á m. skiptir máli hvaða heilsufarsvandamál er verið að reyna að leysa. Dæmi um þetta eru:
Góðgerlar fyrir IBS
Irritable Bowel Syndrome (IBS) er algengur meltingarsjúkdómur sem einkennist af fjölbreyttum einkennum eins og uppþembu, krampa, hægðatregðu eða niðurgangi. IBS getur komið fram annað slagið eða verið langvarandi. Áhrifin eða einkennin geta verið mismunandi eða einstaklingsbundin. Til þess að ná að milda áhrifin af IBS er mælt með að fæðubótarefni með að minnsta kosti 40 milljarða CFU. Þessi fjöldi er talinn nauðsynlegur fyrir þá sem eru með langvarandi eða alvarleg einkenni.
(Mikilvægt er að taka fæðubótarefnið reglulega yfir lengri tíma til að ná raunverulegum árangri).
Góðgerlar fyrir húðina
Inntaka á góðgerlum getur haft jákvæð áhrif á húðheilsu. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að ýmis önnur næringarefni stuðla einnig að heilbrigðri húð. Þannig er betra að taka fæðubótarefni með 5 milljarða af CFU ef það er tekið ásamt c-vítamíni og öðrum öflugum andoxunarefnum heldur en að taka eingöngu fæðubótarefni með t.d 20 milljarða af CFU og ekkert annað samhliða.
4. Eru allir góðgerlar eins?
Þá má segja að svarið sé einfalt: Nei, það eru ekki allir góðgerlar eins. Hlutverk þeirra er mismunandi. Þannig hefur mikið verið unnið með Bifidobacterium Lactis til þess að vinna bug á IBS svo dæmi sé tekið. Einnig hafa Lactobacillus Crispatus og Lactobacillus Reuteri virkað vel til þess að jafna örveruflóru í leggöngum og koma í veg fyrir bólgumyndun.
5. Hverjir eru algengustu góðgerlastofnarnir?
Lactobacillus acidophilus: Styður meltingu og hjálpar til við að halda heilbrigðu jafnvægi í þarmaflórunni.
Bifidobacterium Lactis: Styrkir ónæmiskerfið, bætir þarmaheilbrigði og stuðlar að reglulegri hægðum.
Lactobacillus rhamnosus: Kemur reglu á hægðir, dregur úr niðurgangi og styður almennt þarmaheilbrigði.
Lactobacillus casei: Skammlífur bakteríugerill sem fer í gegnum meltingarveginn á nokkrum vikum og bætir vaxtamöguleika annara örvera.
Streptococcus Thermophilus: Hjálpar við að brjóta niður laktósa og styður við meltingu, sérstaklega góður fyrir þá sem eru með laktósaóþol.
Lactobacillus Plantarum: Þekktur fyrir andoxunareiginleika sína, stuðlar að heilbrigði þarma með því að minnka bólgur og styðja við önnur næringarefni.
Lactobacillus Crispatus: Góður til þess að stuðla að heilbrigðari bakteríuflóru í kynfærum og koma í veg fyrir sýkingar eins og bakteríubólgu.
Lactobacillus Reuteri: Bætir kynfærahimnu og hjálpar til við að stjórna pH-stigi í leggöngum og stuðlar að almennri vellíðan.
Bifidobacterium Bifidum: Vinnur gegn bólgum, stuðlar að bættri meltingu og styrkir almennt þarmaflóruna.
6. Er betra að vinna með einn góðgerlastofn eða fleiri – multi strain eða single strain?
Bakteríuflóra líkamans er fjölbreytileg og því má segja að oftast sé betra að notast við fleiri en einn góðgerlastofn. Þetta er þó alls ekki algilt því þegar verið að vinna í ákveðnum kvillum getur verið betra að vinna með einn stofn en ekki marga. Saccharomyces boulardii er t.d. oft notaður í stórum skömmtum til þess að draga úr einkennum IBS.
7. Hver er munurinn á probiotics og prebiotics?
Probiotics eru góðgerlar en prebiotics eru plöntutrefjar sem eru nauðsynleg næring fyrir góðgerlana. Um er að ræða plöntutrefjar sem magasýran vinnur ekki á þannig að trefjarnar komast í gegnum magann og niður í þarmana þar sem þær styrkja góðgerlana.
Fors býður upp á mikið úrval af fæðubótarefnum sem innihalda bæði probiotics og prebiotics.
Lactitotal frá Nordbo inniheldur meira en 50 milljarða af CFU og er alhliða fæðubótarefni hannað til þess að bæta þarmaflóruna.
Lactimood frá Nordbo er blandað með saffran og er þar verið að vinna með heila - þarma ásinn. Róleg og góð melting bætir andlega heilsu og saffran hefur einnig góð áhrif á andlegu hliðina.
Lactikvinna frá Nordbo hefur einnig yfir 50 milljarða af CFU og eru gerlarnir valdir saman til þess að styrkja kvenheilsu, leggöng og fleira.
PH Hero frá Dr.VEGAN er öflug formúla af góðgerlum sem sérstaklega er beint að því að bæta sýrustig og örveruflóruna í kynfærum kvenna og þannig draga úr hættunni á óþægindum, kláða, blöðrubólgu og þrusku.
MensProMulti frá Dr.VEGAN er hágæða fæðubótarefni hannað fyrir karlmenn sem vilja auka orku, styrkja testesterónframleiðslu og blöðruhálskirtil. Fjölþætt blanda en í henni má m.a. finna Lactobacillus acidophilus og Bifidobacterium Bifidum.
Preflora frá Nordbo er stútfullt af prebiotics eða plöntutrefjum sem næra góðgerlana.
Jerms framleiða tvær úrvals meltingarblöndur: Daily Gut og Biotic Energy. Báðar blöndurnar innihalda góðgerla ásamt ýmsu öðru góðgæti sem styrkir meltinguna, þarmaflóruna og andlega heilsu.
Allar þessar vörur má finna á www.fors.is