Margar konur finna fyrir miklum einkennum eða óþægindum við tíðarhvörf. Hormónauppbótarmeðferð (hormónameðferð) er þó ekki eina leiðin til betri líðan. Eins er staðreynd að margar konur sem hafa valið hormónauppbótarmeðferð finna fyrir hliðarverkunum af meðferðinni og enn aðrar hafa áhyggjur af því að nota hormóna sem uppbót.
Það eru engin tímamörk á því hversu lengi hormónauppbótarmeðfermeðferð á að standa. Þetta á að vera einstaklingsbundin ákvörðun sem er tekin samkvæmt ráðgjöf læknis með a.m.k. mati á áhættum og ávinningi og möguleikanum á að halda áfram svo lengi sem lyfin eru gagnleg og örugg.
Það geta komið upp aðstæður þar sem kona þarf að hætta á hormónauppbótarmeðferð til dæmis af læknisfræðilegum ástæðum.
Hvað gerist þegar valið er að hætta á hormónauppbótarmeðferð?
Ef kona hættir í hormónauppbótarmeðferð munu einkenni tíðahvarfa smám saman koma aftur eða þau einkenni sem hormónauppbótarmeðferðin hafði áhrif á — eins og skapsveiflur, „heilaþoka“, svefntruflanir, hitakóf og þurrkur í leggöngum. Einnig getur beinþéttni minnkað eða beinþynning aukist allt eftir því hvernig á það er litið.
Hversu sterk einkennin verða fer eftir því hvort viðkomandi er á breytingaskeiði eða komin yfir tíðahvörf, hver hormónaskammturinn hefur verið og heilsufari almennt.
Hversu langan tíma tekur fyrir hormón að ná jafnvægi eftir að hormónauppbótarmeðferð er hætt?
Það getur tekið vikur til mánuði fyrir hormónastig að ná aftur náttúrulegu jafnvægi.
Á fyrstu 1–2 vikunum, þegar estrógen og prógesterón minnka, geta einkenni tíðahvarfa komið aftur. Einkenni róast yfirleitt á 6 vikum til 3 mánuðum, þegar líkaminn aðlagast lægri hormónastigum. Eftir 3–6 mánuði geta hormónaháð ferli aðlagast eða slæm einkenni tekið sig upp svo sem breytingar á hjarta- og æðamælingum og beinþéttni.
Hvernig getur kona hætt á hormónauppbótarmeðferð með öruggum hætti?
Yfirleitt er mælt með því að hætta smám saman frekar en skyndilega til að minnka fráhvarfseinkenni (nema ef læknir ráðleggur að hætta strax af læknisástæðum). Þetta þarf að aðlaga að hverjum og einum (yfirleitt í samráði við lækni), og ferlið fer eftir þáttum eins og hversu lengi hormónaruppbótarmeðferðin hefur staðið yfir, aldri, tegund hormóna sem hafa verið notaðir (töflur á móti plástrum eða geli), einkennum og undirliggjandi heilsuþáttum, t.d. beinþéttni, hjartaheilsu og krabbameinsáhættu.
Það er mikilvægt fyrir alla að lifa heilsusamlegu líferni, en þegar hætt er á hormónauppbótarmeðferð er sérlega mikilvægt að huga að mataræði, hreyfingu og streitustjórnun. Einnig gætu önnur lyf eða fæðubótarefni verið ráðlögð til að styðja við stjórnun á einkennum eða heilsuáhættu.
Hvenær ætti kona að hætta á hormónauppbótarmeðferð?
Ákvörðunin um hvenær á að hætta á hormónauppbótarmeðferð fer eftir ýmsum þáttum:
-
Um persónulegt val getur verið að ræða: margar konur einfaldlega vilja ekki vera á hormónauppbótarmeðferð.
-
Heilsuáhætta: þær konur sem hafa sögu um krabbamein, t.d. brjósta-, eggjastokka- eða legkrabbamein, gætu þurft að hætta fyrr. Einnig þær konur sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma eða blóðtappahættu. Þær gætu þurft að skipta um hormónategund eða hætta alveg.
-
Læknisráðlegging: Læknir getur metið beinþéttni, hjarta- og æðakerfi og einstaklingsbundna áhættuþætti til að ákvarða besta tímann til að hefja hormónauppbótarmeferð eða hætta meðferðinni — til dæmis ætti kona sem fer í ótímabær tíðahvörf að fá ráðleggingu um að taka hormóna að minnsta kosti fram að náttúrulegum aldri tíðahvarfa (að meðaltali 51 ár), einkum til verndar beinum.
Hverjar eru aukaverkanir að því að hætta á hormónauppbótarmeðferð?
Þótt hægt sé að draga úr aukaverkunum með því að hætta smám saman, geta þær samt komið fram.
Algengar aukaverkanir eru:
-
Endurkoma tíðahvarfaeinkenna eins og svefntruflana, skapbreytinga, kvíða, hitakófa, nætursvita, þurrks í leggöngum og svefnvandamála.
-
Líkamlegar breytingar: húðþurrkur, lítilsháttar minnkun brjóstvefs, breyting á fitudreifingu, höfuðverkur, uppþemba eða brjósteymsli.
-
Langtímaáhrif: Beinþéttni getur minnkað og áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum getur aukist.
Skammtímaeinkenni ná yfirleitt hámarki fyrstu 2–6 vikurnar og síðan dregur úr einkennum á nokkrum mánuðum.
Hvenær og hvernig á að hætta á hormónauppbótarmeðferð á alltaf að vera bæði einstaklingsbundin og læknisfræðileg ákvörðun, tekin af kostgæfni til að minnka líkur á endurkomu einkenna og til að draga úr heilsuáhættuþáttum. Skilningur á aukaverkunum hormónauppbótarmeðferða og öðrum leiðum til að stjórna einkennum tíðahvarfa getur hjálpað konum að taka upplýstar ákvarðanir um meðferð og stuðlað að betri lífsgæðum á breytingaskeiðinu og eftir það.
Fæðubótarefni í stað hormóna
Dr.VEGAN hefur staðið fyrir fjöldanum öllum af rannsóknum á virkni Menofriend, sem er þeirra vinsælasta fæðubótarefni, sérhannað fyrir konur við tíðarhvörf eða menopause. Niðurstöður þessara rannsókna eru sláandi, þ.e. fleiri konur finna mun eða jákvæðar breytingar á því að taka Menofriend heldur en að vera á hormónauppbótarmeðferð. Umfjöllun um þessar rannsóknir má finna á vefsíðu DR.VEGAN. Niðurstöðurnar sýna að hormónauppbótarmeðferð er alls ekki eina leiðin sem konur standa frammi fyrir ef nauðsynlegt er að draga úr einkennum tíðahvarfa.
Heimild: Dr.VEGAN/Dr. Kate Hodgkinson

