WorkOut Magnesíum - einföld leið til þess að ná betri árangri

WorkOut Magnesíum - einföld leið til þess að ná betri árangri



Þeir sem æfa mikið og hafa náð árangri í íþróttum vita að árangur snýst ekki einungis um að leggja hart að sér á æfingum. Næring og endurheimt geta skipt sköpum. Ákveðin steinefni, jurtablöndur, adaptogens og ensím hafa mörg rannsóknarstaðfesta virkni og miklu máli skiptir að vita hvernig á að nota þau.

WorkOut Magnesíum frá Nordbo inniheldur m.a. magnesíum, ginseng og  Zynamite ásamt öðru. 

Magnesíum 

Magnesíum tekur þátt í yfir 300 lífefnafræðilegum ferlum í líkamanum, þar á meðal vöðvasamdrætti, taugaboðflutningi og orkuframleiðslu. Rannsóknir sýna að nægilegt magn magnesíums getur:

  • Dregið úr vöðvakrömpum og bætt slökun

  • Stutt ATP-framleiðslu eða orkuna sem vöðvarnir byggja á

  • Hjálpað til við hraðari endurheimt eftir krefjandi æfingar

WorkOut Magnesíum inniheldur einungis bestu form magnesíum. Bæði magnesíum-malat og magnesíum-bisglýsínat frásogast vel sem þýðir að líkaminn getur nýtt magnesíumið mun betur og það fer vel í maga.


Adaptogens – Síberíuginseng fyrir úthald og einbeitingu

Adaptogens er hugtak sem er notað yfir náttúruleg efni sem hjálpa líkamanum að bregðast betur við streitu. Eitt mest rannsakaða efnið er síberíuginseng (Eleutherococcus senticosus).

Rannsóknir benda til að það geti:

  • Aukið úthald og þrek

  • Minnkað þreytu við langvarandi eða erfiða áreynslu

  • Stutt andlegan skýrleika og einbeitingu, sem getur skipt sköpum við erfiðar æfingar


Zynamite® – Andleg og líkamleg orka úr mangóblöðum

Zynamite®, eru unnið úr mangóblöðum. Zynamite®  er að ryðja sér til rúms sem náttúruleg orkuuppbót án hliðarverkana. Rannsóknir sýna að það getur bætt við orkuskilvirkni, árvekni og jafnvel einbeitingu á meðan á æfingum stendur. Þetta gerir það sérstaklega gagnlegt fyrir æfingar sem krefjast bæði líkamlegrar og andlegrar skerpu. Zynamite® getur þannig virkað betur en koffín og án þess að hækka  blóðþrýsting eða örva hjartslátt.


Ensím – Minnka bólgur og styðja við endurheimt

Æfingar geta valdið bólgum og álagi á meltingarkerfið. Þar koma ensímblöndur eins og Digezyme® sterkar inn. Þær innihalda amýlasa, próteasa, laktasa, lípasa og sellúlasa, sem hjálpa til við að:

  • Brjóta niður kolvetni, prótein og fitu á skilvirkan hátt

  • Minnka meltingaróþægindi, uppþembu og álag á þarma

  • Styðja bólgueyðandi ferla sem hraða bata líkamans

Meltingarheilsa er oft vanmetin í heilsu og íþróttum, en hún getur haft mikil áhrif á orku og endurheimt.


MCT-olía –  Góður orkubrunnur fyrir æfingar

Miðlungskeðjufitusýrur (MCT), sem m.a. finnast í kókosolíu, frásogast hratt og breytast beint í orku. Þetta getur:

  • Aukið orku í vöðvum

  • Bætt úthald í lengri æfingum

  • Virkjað fituefnaskipti fyrir stöðugri orku


Stóra myndin

Að sameina steinefni eins og magnesíum með adaptogens, öflugum jurtablöndum, ensímum og MCT-olíu getur myndað fjölþætt stuðningskerfi fyrir líkamann. Þetta kemur ekki í stað góðrar þjálfunar eða jafnvægis í mataræði, en þessi næringarefni vinna saman að því að hjálpa þér að ná betri árangri, jafna þig hraðar og draga úr þreytu.