Nú inniheldur Jerms tribiotics og er enn öflugra

Nú inniheldur Jerms tribiotics og er enn öflugra

Jerms Daily Gut hefur verið ótrúlega vel tekið hér á landi enda áhrifarík blanda sem bætir meltinguna. Nú hefur Louis Macnab og hennar fólk hjá Jerms endurbætt formúluna þannig að nú er hún enn virkari og þá áhrifaríkari.

Breytingarnar eða endurbæturnar eru eftirfarandi:

Nú inniheldur blandan Feiolix™ , sem er náttúrulegt ávaxtaþykkni eða útdráttur með rannsóknarstaðfesta virkni. Um er að ræða þykkni sem er unnið úr feijoa ávextinum frá Nýja-Sjálandi. Rannsóknir sýna allt að 30% aukningu á virkni og vexti góðgerla (probiotics) við notkun á feijoa. Einnig hefur Feiolix™ áhrif á að jafna blóðsykur, getur styrkt næmi fyrir insúlíni og dregið úr bólgum. 

Nú inniheldur blandan tíu sinnum stærri skammt af góðgerlum – sem þá getur enn betur bætt þarmaflóruna. 

Nú hefur verið bætt í blönduna postbiotics. Jerms er þannig fyrsta varan sem við seljum sem kallast tribiotics. M.ö.o. nú inniheldur blandan allt í senn: prebiotics, probiotics og postbiotics. Postbiotics eru eftirlífsefni eða efnasambönd sem bakteríur mynda við gerjun. Þau eru lokaafurð baktería sem við nýtum. Ólíkt probiotics (góðgerlum) innihalda postbiotics ekki lifandi örverur en þau geta innihaldið næringarefni eins og B- og K-vítamín, sem og efni sem hægja á vexti óheilbrigðra baktería. 

M.ö.o. Daily Gut er nú öflugra en áður. En eins og fyrr þá má ekki nota Daily Gut með heitum drykkjum þar sem allir þessir góðgerlar eru ekki hitaþolnir. Um að gera að passa að drekka ekki heita drykki beint ofan í inntöku. Gott er að taka góðgerla a.m.k. 20 mínútur fyrir eða eftir neyslu á kaffi eða öðrum heitum drykkjum.