VIð hjá Fors erum gríðarlega ánægð með að kynna frábærar vörur frá Dr.Vegan sem sérstaklega eru miðaðar að því að leysa úr vandamálum kvenna tengdum breytingaskeiðinu eða tíðahringnum. Dr.Vegan vörurnar eru hannaðar af konum fyrir konur. Þær hafa slegið í gegn og umsagnir og meðmæli tala sínu máli. Fyrstu vörurnar sem við tökum í sölu er MenoFriend, sem er fæðubótaefni sem hjálpar konum á breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf og PMS Hero, sem léttir konum lífið, sem eru með alls kyns einkenni tengd fyrirtíðaspennu. Margar konur eiga í miklum erfiðleikum og við höfum fengið endalausar fyrirspurnir um hvort að við getum ekki tekið þessar frábæru vörur í sölu. Þær hafa heldur betur slegið í gegn og nú er hægt að kaupa þær hjá okkur. Yfir 90% af þeim sem nota þessar vörur eru ekki vegan en nafnið vísar m.a. til þess að allir geta notað þessar vörur - líka þær konur sem eru vegan. Yfir 40 þúsund konur í Englandi nota MenoFriend með góðum árangri.
Dr.Vegan vörurnar eru sjálfbærar, umhverfisvænar og án allra aukaefna hvaða nafni sem nefnast. Vörurnar hafa verið valdar af Whole Foods í Englandi sem "All Star Supplier Winner" og yfir 4.600 umsagnaraðilar telja vörurnar "Excellent".