GlucoBalance er ný vara frá DR.VEGAN sem stuðlar að jafnvægi blóðsykurs. GlucoBalance hefur fengið frábærar viðtökur og ótrúlega jákvæðar umsagnir. En af hverju að hafa áhyggjur af blóðsykrinum? Þannig spyrja væntanlega þeir sem hafa ekki glímt við erfiðleika tengdum of háum eða of lágum blóðsykri.
Þekking á blóðsykursflakki og einkennum tengdum of háum eða of lágum blóðsykri hefur aukist til muna á undanförnum árum. Nauðsynlegt er að þekkja einkennin og hvað við getum gert til þess að stilla af blóðsykurinn. Of hár blóðsykur getur leitt til sykursýki og annarra afleiddra sjúkdóma. Þess vegna eigum við að vera meðvituð um mikilvægi þess að hafa blóðsykursgildið í lagi.
En hvað er blóðsykursgildi? Blóðsykursgildi er mæling á glúkósa í blóðinu, sem stjórnast af matnum sem við neytum. Glúkósa er að finna í náttúrulegum sykrum og kolvetnum í öllum matvælum, allt frá ávöxtum, grænmeti, hnetum, kartöflum og já til súkkulaðis. Líkaminn okkar losar insúlín til að brjóta niður sykur og kolvetni í glúkósa áður en glúkósinn fer út í blóðrásina í gegnum þarmavegginn. Glúkósinn flyst síðan inn í frumur líkamans til daglegrar orkuframleiðslu.
Þegar blóðsykursgildið er of hátt getur það bent til insúlínviðnáms eða sykursýki. Ef blóðsykursgildi er lágt er talað um „blóðsykursfall“ og getur það stafað af ýmsu, þar á meðal af óreglulegu mataræði. Blóðsykursfall getur einnig stafað af aukinni hreyfingu án þess að kalóríuinntaka eða orkurík næring sé aukin að sama skapi. Það er eðlilegt að blóðsykursgildi sveiflist upp og niður yfir daginn, á meðan og eftir máltíðir, á meðan á æfingu stendur og jafnvel yfir nóttina þegar við sofum.
Eðlilegt blóðsykursgildi er á bilinu 4,0 til 5,4 mmól (millimól) á lítra af blóði eftir föstu og allt að 7,8 mmól á lítra af blóði tveimur klukkustundum eftir máltíð. Læknar mæla blóðsykursgildi með sykurþolsprófi.
Helstu einkenni um of háan blóðsykur
Hár blóðsykur getur komið fram með ýmsum hætti en þó ber þess að gæta að sumir geta verið einkennalausir. Mikilvægt er að leita til læknis ef ástæða er til þess að ætla að blóðsykurgildið sé ekki í lagi.
1. Tíð þvaglát
Þegar blóðsykur hækkar þarf líkaminn að skilja umframhluta hans út um nýrun. Þetta veldur því að meira magn af þvagi myndast og þ.a.l. eykst þvagþörfin.
2. Óhóflegur þorsti
Mikill þorsti helst í hendur við tíð þvaglát sem er þekkt einkenni um of háan blóðsykur og gæti einnig verið merki um sykursýki. Það er vegna þess að nýrun framleiða meira þvag til að skilja út umfram blóðsykur.
3. Viðvarandi þreyta
Viðvarandi þreyta er algengt einkenni hás blóðsykurs og insúlínviðnáms. Þegar líkaminn framleiðir ekki nægilegt magn af insúlíni til að brjóta niður sykurinn og kolvetnin í mat og drykk nær líkaminn ekki að viðhalda eðlilegu orkustigi.
4. Óskýr sjón (þokusýn/blurred vision)
Hár blóðsykur getur valdið því að augnlinsan bólgnar, sem aftur hefur áhrif á sjónina og getur gert hana óskýra.
5. Húðupplitun eða húðmerki
Með aukningu á insúlínmagni í blóði getur magn af hormóni, sem kallast "insulin-like growth factor" aukist, sem getur framkallað dökka húðbletti, sérstaklega í handarkrika, hálsi og nára.
Helstu einkenni um of lágan blóðsykur
1. Þreyta
Frumurnar okkar þurfa glúkósa. Ef hann skortir þá finnum við fyrir þreytu.
2. Svimi
Þegar blóðsykursgildi er lágt getur það valdið svima því að ef að heilinn hefur ekki næga orku þá reynir hann að spara orku með fyrrgreindum afleiðingum.
3. Hungurtilfinning
Hungurtilfinning eru náttúruleg viðbrögð við lágu blóðsykursgildi þar sem líkaminn reynir að auka magn glúkósa í blóðinu. Einnig eykst löngun í sætan eða kolvetnaríkan mat.
4. Skjálfti
Lágt blóðsykursgildi skapar streitu. Það getur losnað um streituhormónana, þar á meðal kortisóls, sem síðan getur valdið skjálfta.
5. Pirringur og kvíði
Kvíðatilfinning, pirringur eða skapsveiflur geta komið fram við of lágan blóðsykur. Insúlíni fylgir hamingjuhormónið okkar - serótónín - sem kemur jafnvægi á skapið og léttir á kvíða. Ef heilinn fær ekki serótónín með insúlíni getur það valdið pirringi, kvíða og skapsveiflum.
Góð ráð til þess að halda blóðsykursgildinu í lagi
Borðum reglulega og borðum hollan og góðan mat. Gætum þess að neyta flókinna kolvetna t.d. með því að borða heilhveiti í stað hveitis, kartöflur, baunir, hafra, quinoa og grænmeti svo eitthvað sé nefnt. Ef við þurfum að auka blóðsykurinn er ágætt ráð að borða á þriggja tíma fresti og passa upp á að maturinn innihaldi flókin kolvetni og eðlilegt magn af próteini. Gott er að drekka nóg af vatni og eins og alltaf er hreyfing allra meina bót. Í austrænum lækningafræðum er mikil áhersla lögð á að drekka kanilte til þess að jafna blóðsykurinn.
GlucoBalance inniheldur m.a. inositol, eplaedik, alfa-lípósýru (ALA), maitakesveppi, fenugreekfræ, bittermelonextract, ceylonkanil og Chromium Picolinate.
Ef að blóðsykursgildið er að angra þig eða ef þú finnur fyrir þeim einkennum,sem hér hefur verið lýst, þá er gullna reglan alltaf sú að hafa samband við lækni áður en lengra er haldið.