Frá Ástralíu til Íslands: Noosa Basics

Frá Ástralíu til Íslands: Noosa Basics

Noosa Basics er  ástralskt vörumerki sem framleiðir náttúrulegar húðvörur með sjálfbærni að leiðarljósi. 

Vörurnar eru framleiddar í strandparadísinni Noosa og eru handgerðar í litlu upplagi. Innihaldsefnin eru sérvalin eins og náttúrulegar og nærandi olíur, nauðsynleg steinefni og jurtir. Engin óþarfa fylliefni eða kemísk efni sem enginn getur einu sinni borið fram.

Einfaldleiki sem virkar

Noosa Basics hefur vaxið hægt og rólega og er nú orðið þekkt vörumerki um alla Ástralíu. Kjarninn í vöruþróun þeirra kristallast í orðunum: Einfaldar og heiðarlegar vörur sem virka. Noosa framleiðir m.a. náttúrulegan svitalyktareyði, sem ekki inniheldur ál, heldur aðeins náttúruleg innihaldsefni eins og kókosolíu og tapioka. Einnig má finna í vörulínunni náttúrulegan andlitshreinsi, handkrem með vítamínríkum jurtum, olíur fyrir húðslit og náttúrulegar sápur.

Sjálfbærar og náttúrulegar húðvörur

Noosa Basics leggur áherslu á heiðarleika og sjálfbærni í allri sinni framleiðslu. Eingöngu er notast við ástralskar heimaræktaðar jurtir, sem eru framleiddar af bændum, sem leggja áherslu á sjálfbærni og hafa náttúruvernd að leiðarljósi. Allar umbúðir eru endurvinnanlegar. Allar jurtaformúlurnar eru vegan, án pálmaolíu og allra óæskilegra aukaefna. Vörurnar eru einnig framleiddar undir merkjum dýraverndar - cruelty free og vegna þess að þær eru handgerðar í litlu upplagi er hægt að tryggja ferskleika þeirra og virkni. Vegna þessa eru vörurnar frá Noosa Basics í miklu uppáhaldi hjá þeim sem aðhyllast heilbrigðan lífsstíl og eru meðvitaðir um sitt nánasta umhverfi.

Noosa Basics vörurnar okkar

Í upphafi verða eftirtaldar vörur boðnar til sölu í netversluninni okkar:

  • Náttúrulegur svitalyktareyðir (Deo)

  • Handkrem

  • Andlitshreinsir með róandi og bakteríudrepandi eiginleikum

  • Hand - og líkamssápa

  • Kaffiskrúbbur

  • Olía fyrir húðslit

  • Acne Spot Drying Lotion (Bóluhreinsir)

  • Hárserum

  • Unaðsolía


Frá Ástralíu til Íslands

Hjá Noosa Basics sannast það sem oft er sagt: Minna er meira. Með einfaldleika og virðingu fyrir náttúrunni að leiðarljósi hefur Noosa Basics tekist að framleiða virkar og nærandi vörur, sem eru frábær viðbót við vöruúrvalið hjá okkur. Frá Ástralíu til Íslands - gjörið svo vel.

Noosa Basics fæst núna í netversluninni okkar.