Við hjá Fors kynnum nú fæðubótarefni frá þýska fyrirtækinu Animal Based. Um er að ræða vörur unnar úr grasfóðruðum nautgripum án allra óæskilegra aukaefna. Þannig svörum við ákalli margra viðskiptavina okkar.
Næringin sem tryggði forfeðrum okkar orku til þess að ná fótfestu við erfiðar aðstæður.
Stutt er síðan allar fjölskyldur á Íslandi tóku slátur. Aðalatriðið var að nýta alla hluta ærinnar. Þannig var þetta í aldir; allt var nýtt sem hægt var og engu hent. Aðalorkan kom úr dýraafurðum og þá helst úr innmat eða dýralíffærum eins og lifur og hjarta. Animal Based hafnar ofunnum matvælum, erfðabreyttum afurðum og óæskilegum aukaefnum en framleiðir þess í stað hágæða fæðubótarefni úr dýraafurðum. Afturhvarf til gamalla tíma en þó þannig að allra bestu eiginleikarnir eru dregnir fram. Hvort sem um er að ræða Colostrum, Beef liver eða Kollagen peptíðar.
Nútíma matarvenjur snúast oft um allt annað en hreinar náttúruafurðir. Ofunnin matvæli og tilbúnir réttir fullir af aukaefnum eiga lítið skylt við fæðu forfeðra okkar. Animal Based vill tengja okkur aftur við fortíðina með einföldum og nútímalegum hætti – hylkjum og dufti. Hugmyndafræði Animal Based er einföld: Vörurnar okkar eru ekki tískubylgja heldur endurkoma.
Hver er ástæðan fyrir því að dýralíffærabætiefni verða sífellt vinsælli
Á síðustu árum hafa dýralíffærabætiefni sífellt orðið vinsælli á heimsvísu. Rannsóknir sýna að líffæri eru meðal næringarefnaríkustu matvæla sem til eru, náttúrulega rík af A-vítamíni, B12, fólati, járni og nauðsynlegum steinefnum. Ólíkt ýmsum tilbúnum fjölvítamínum frásogast þessi næringarefni auðveldlega í líkamanum. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að hönnun náttúrunnar þarf ekki að reyna að endurbæta.
Hrein vara án málamiðlana
Nú bjóðum við nokkrar vörur frá Animal Based: Beef Liver, Colostrum og Kollagen peptíða.
Beef Liver: (Lifrarhylk)i: Oft kölluð „fjölvítamín náttúrunnar“. Animal Based Beef Liver er ríkt af A-vítamíni, B12, fólati og steinefnum sem styðja orku, ónæmi og vöðvabyggingu. Hvert hylki inniheldur frostþurrkaða, nýsjálenska nautalifur þar sem einungis er notast við grasfóðraða gripi – ekkert meira, ekkert minna.
Colostrum: Þekkt sem „fyrsta fæða lífsins“. Á Íslandi tölum við um brodd eða broddmjólk. Colostrum er náttúruleg uppspretta mótefna, sem hjálpa til við að byggja upp ónæmi og græða meltingarveg. Animal Based Colostrum styður heilbrigði þarma, dregur úr bólgum og stuðlar að endurheimt. Colostrum er allt unnið úr grasfóðruðum nautgripum án fylliefna eða aukaefna.
Bonebroth (beinsoðsduft): Frábær vara m.a. fyrir meltingu, húðheilsu og liði. Animal Based Bone Broth innniheldur náttúrulegt kollagen, amínósýrur og steinefni í auðleysanlegu og hitaþolnu formi.
Collagen peptides (kollagen peptíðar): Unnið úr grasfóðruðu nautakjöti. Animal Based Collagen peptides innihalda lífvirk kollagen af gerð I og III sem styðja húðteygjanleika, hárstyrk og liðleika.
Hvað gerir Animal Based svo einstakt
* 100% grasfóðraðir nautgripir eða hráefni af bestu gerð.
* Engin aukaefni, engin fylliefni – engin vitleysa. Hvert innihaldsefni hefur tilgang.
* Gagnsæi í framleiðsluferli og prófanir til að tryggja hreinleika og virkni í hverri lotu.
* Næringarríkt og lífvirkt fyrir hámarksupptöku og virkni.
* Sjálfbær framleiðsla þar sem siðferðisleg gildi eru höfð að leiðarljósi
VIð hjá Fors teljum að Animal Based sé á "hinum endanum" þegar við miðum við önnur vítamín sem við seljum, sem mörg hver eru vegan. Með því að bjóða þessar vönduðu vörur aukum við valmöguleika viðskiptavina okkar um leið og við tryggjum viðskiptavinum okkar vandaðar og heiðarlegar vörur unnar úr dýraafurðum.

