Risvandamál og önnur heilsufarstengd mál karla

Risvandamál og önnur heilsufarstengd mál karla

Margir karlmenn hika við að leita sér læknisaðstoðar eða að ræða opinskátt um heilsufar sitt. Kannski vegna fordóma um að slík umræða sé ekki karlmannleg. Þessi tregða getur leitt til þess að alverlegir heilsukvillar eða sjúkdómar eru ekki greindir tímanlega. Rannsóknir sýna að karlar eru ólíklegri en konur til að mæta reglulega í læknisskoðun og eru líklegri til að hunsa einkenni veikinda.

Það er nauðsynlegt að rjúfa þennan vítahringhring með opinni umræðu. Við ráðumst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar við tökum til umfjöllunnar risvandamál karla og hvaða áhrif þetta algenga vandamál getur haft á líðan og lífsgæði. Já – risvandamál eru algengari en margir ætla.

En fyrst ætlum við að fjalla um önnur algeng heilsufarsvandamál sem karlar þurfa að vera vakandi fyrir.

Hjartasjúkdómar.

Hjartasjúkdómar eru ein helsta dánarorsök karla og stafa oft af lífsstílsþáttum eins og slæmu mataræði, hreyfingarleysi, reykingum og óhóflegri áfengisneyslu. Þetta getur haft alvarleg áhrif eða valdið sjúkdómum eins og kransæðastíflu, hjartaáföllum og háþrýstingi.

Hvað er til ráða:

Regluleg hreyfing: Fátt er eins fyrirbyggjandi og regluleg hreyfing. Gott er að miða við að minnsta kosti 150 mínútur af hóflegri þolþjálfun eða 75 mínútur af öflugri hreyfingu í hverri viku.

Heilbrigt mataræði: Gott er að temja sér mataræði að sem er ríkt af ávöxtum, grænmeti, heilkorni, próteinum og hollri fitu en takmarka neyslu á unnum matvælum, mettaðri fitu og sykri. Gömul saga og ný en er aldrei of oft kveðin.

Reglulegt eftirlit: Nauðsynlegt er að fylgjast reglulega með blóðþrýstingi, kólesterólgildum og glúkósagildum. Einnig ber að forðast reykingar. Gott er að fá stuðning við að hætta að reykja og takmarka áfengisneyslu ef hún er óhófleg.

Blöðruhálskirtill.

Nauðsynlegt er að fylgjast vel með blöðruhálskirtlinum, sérstaklega þegar karlar eldast. Rétt er þó að taka fram að sjúkdómar í blöðruhálskirtli er ekki bundnir við eldri karlmenn og því er gott að byrja fyrr en seinna að átta sig á einkennum og láta skoða sig eða skima.  Eitt algengasta krabbamein karla á Vesturlöndum er krabbamein í blöðruhálskirtli. Góðkynja stækkun blöðruhálskirtils getur einnig haft í för með sér ýmis vandamál eins og þvagvandamál sem aftur hafa áhrif á lífsgæði. Þar sem krabbamein í blöðruhálskirtli er sérstaklega algengt eru reglubundnar skimanir mikilvægar.

Hvað er til ráða:

Reglulegar skimanir: Karlar yfir 50 ára ættu að ræða við lækninn sinn um skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli. Þeir sem eru með fjölskyldusögu um krabbamein í blöðruhálskirtli ættu að íhuga að gera þetta fyrr.

Mataræði og hreyfing: Mataræði sem inniheldur mikið af ávöxtum, grænmeti og hollri fitu ásamt reglulegri hreyfingu getur stuðlað að bættri heilsu blöðruhálskirtils.

Meðferð við stækkun blöðruhálskirtils: Meðferðir við stækkanir í blöðruhálskirtli eru lyf, lífsstílsbreytingar og stundum skurðaðgerðir eða fræsun. Hér skiptir máli að hafa samband við lækni í tíma.

Geðheilsa

Geðheilbrigðisvandamál, þar á meðal þunglyndi, kvíði og streita, eru oft vangreind meðal karla vegna samfélagslegra fordóma. Hins vegar er andleg heilsa jafn mikilvæg og líkamleg heilsa. Lágt testósteróngildi hjá körlum getur einnig stuðlað að geðheilbrigðisvandamálum og haft áhrif á almenna vellíðan.

Hvað er til ráða:

Opin samskipti: Ekki hika við að ræða geðheilsu og áhyggjur við vini, fjölskyldu og auðvitað lækni eða aðra heilbrigðisstarfsmenn.

Leitaðu aðstoðar fagaðila: Ekki hika við að hafa samband við lækni ef einkenni um þunglyndi eða kvíða eru til staðar.

Minni streita: Reyndu að minnka streitu. Þar skiptir regluleg hreyfing gríðarlegu máli.

Ristruflanir (Erectyle disfunction)

Ristruflanir eru algengara vandamál en margir átta sig á og oft er um að ræða afleitt ástand sem hægt er að tengja við aðra heilsufartengda erfiðleika, þar á meðal hjartasjúkdóma og sykursýki. Það getur verið krefjandi fyrir marga karlmenn að ræða opinskátt um risvandamál vegna fordóma og sjónarmiða um karlmennsku.

Hvað er til ráða:

Opin samskipti: Ekki hika við að ræða ristruflanir við eiginkonu, nána vini eða lækni og aðra heilbrigðisstarfsmenn.

Heilbrigður lífsstíll: Nauðsynlegt er að halda jafnfvægi í mataræði og þá tileinka sér mataræði eins og rætt er hér að framan. Regluleg hreyfing er nauðsynleg  og sömuleiðis er gott að forðast óhóflega áfengisneyslu og reykingar.

Regluleg skoðun: Ekki hika við að óska eftir skimun eða skoðun til þess að komast að því hvort að orsökina megi finna í undirliggjandi sjúkdómum.

Hlutverk bætiefna

Heildræn nálgun á heilsufarsvandamálum, sem fela í sér reglubundið eftrlit, hollt mataræði, hreyfingu og opin samskipti, getur stuðlað að bættri líðan.

Hágæðafæðubótarefni eins og Men's ProMulti frá DR.VEGAN getur stutt þessa  nálgun enn frekar. Men's ProMulti er háþróuð formúla þar sem blandað er saman efnum úr plönturíkinu, virkum bakteríum (probiotics), amínósýrum, vítamínum og steinefnum. Men´s ProMulti er sérstaklega hannað til að bæta heilsu karla eldri en 45 ára. Það styður við starfsemi blöðruhálskirtils, heilbrigða testósterónframleiðslu og kynhvöt. Ásamt því að stuðla að jafnari orku, vellíðan og andlegri heilsu. Jafnframt er Men's ProMulti gott fyrir bein- og vöðvaheilbrigði, hjarta- og æðaheilbrigði ásamt því að styrkja ónæmiskerfið. Alhliða fæðubótarefni eins og Men´s ProMulti getur gert útslagið.

( Þessi grein er byggð á samantekt frá DR.VEGAN®. )