Mataræði getur hjálpað til við að draga úr einkennum fyrirtíðaspennu. Einkenni eins og höfuðverkur, uppþemba, krampi, orkuleysi, pirringur, skapsveiflur og eymsli í brjóstum gera mörgum konum erfitt fyrir. Í daglegu tali köllum við þessi einkenni túrverki. Það er mjög persónubundið hvernig þessi einkenni eða túrverkir koma fram en yfir 85% kvenna upplifa að minnsta kosti eitt af þessum einkennum.
Aukin löngun í sætmeti
Þegar fyrirtíðaspenna eða PMS (premenstrual syntoms) stendur yfir þá breytast hormónarnir og blóðsykursgildi lækkar, sem aftur á móti leiðir til aukinnar löngunar í sætmeti og sælgæti. Hins vegar þá eykur neysla á sætmeti einkenni PMS, þar á meðal hægðatregðu, uppþembu, svefntruflanir, þreytu og kviðverki. Þess vegna er enn mikilvægara að stjórna blóðsykrinum með góðu og hollu mataræði á meðan ástandið varir.
Blæðingar geta haft áhrif á daglegt líf og lífsgæði
Fyrirtíðaspenna getur haft áhrif á daglegt líf og þá sérstaklega á síðustu dögunum fram að blæðingum. Auk PMS fæðubótarefna getur breytt mataræði skipt verulegu máli til þess að draga úr einkennum og til að auka lífsgæði.
Kalsíum fyrir PMS
Vísindamenn hafa komist að því að kalsíummagn hefur tilhneigingu til að vera lægra hjá konum á meðan fyrirtíðaspenna stendur sem hæst og þær konur eru einnig í aukinni hættu á því að þjást af beinþynningu. Talið er að konur eigi að neyta 1.000-1.200 mg af kalsíum á dag og það má auðveldlega finna í kalsíumríkri fæðu, t.d. í laufgrænu grænmeti eins og grænkáli eða spínati.
Fæðubótarefni gegn skapsveiflum og pirringi
B6 vítamín er nauðsynlegt til þess að hjálpa okkur að umbreyta mat í eldsneyti eða orku. B6 styrkir einnig taugakerfið og eykur framleiðslu á uppörvandi og streitulosandi hormón; serótóníni og dópamíni.
Ávöxtur skírlífa trésins
Chasteberry (Munkspipar), sem stundum er kallað ávöxtur skírlífa trésins, hefur verið notað um aldir sem lækning við ýmsum ófrjósemisvandamálum en einnig hefur það verið notað til þess að vinna gegn einkennum fyrirtíðarspennu. Ákveðin hormón valda þessum einkennum og Chasteberry getur komið jafnvægi á þessi hormón og dregið úr neikvæðum áhrifum fyrirtíðaspennu - PMS.
PMS Hero®
PMS Hero® er háþróað fæðubótarefni frá DR.VEGAN. Um er að ræða formúlu sem samanstendur af klínískt prófuðum jurtum, vítamínum og steinefnum sem geta dregið úr algengum einkennum blæðinga, þar á meðal krampa, eymsla í brjóstum, uppþembu, skapsveiflum og löngun í sætmeti. Það er hjálplegt til þess að að koma hormónunum í jafnvægi og 9 af hverjum 10 konum sem taka PMS Hero® njóta léttari einkenna og mæla með því.
Innihaldsefni: Magnesíumcitrate, lífrænt vottuð fíflarót, ashwaganda KSM-66, bromelain, shatavari Quairót, niacin, agnus castus, B5 vítamín, B6 vítamín, chrominum picolinate, fólinsýra.
Veljum vítamín sem virka og höfnum óæskilegum aukaefnum.