Electrolytes og POTS
Electrolytes eða steinefnablöndur stuðla að steinefna- og vökvajafnvægi í líkamanum. Þeir sem stunda stífar æfingar þurfa að huga að því sérstaklega. En electrolytes geta verið nauðsynleg fyrir ýmsa aðra eins og t.d. þá sem glíma við POTS.
Það er ekki einfalt að kljást við POTS (Postural orthostatic tachycardia syndrome). Þeir einstaklingar sem eru með POTS hafa það á tilfinningunni að líkaminn sé stöðugt í ofvirku ástandi. POTS er taugasjúkdómur (dysautonomia), sem hefur áhrif á sjálfvirka taugakerfið eða kerfið sem stjórnar hlutum eins og hjartslætti, blóðþrýstingi og blóðrás. Orsök er ekki alltaf þekkt. Stundum þróast POTS skyndilega eftir veirusýkingu, áverka eða á meðgöngu. Unglingar þróa stundum með sér POTS. En oftast með tímanum fara einkenni minnkandi og hverfa síðan á nokkrum árum. Mörg einkenna POTS eiga einnig við um aðra sjúkdóma og kvilla eins og t.d. lágþrýsting eða kvíða og því þarf að leita læknis ef þessi einkenni koma fram og fá rétta greiningu.
Þegar einstaklingur með POTS stendur upp, getur blóð safnast fyrir í neðri hluta líkamans í stað þess að streyma á skilvirkan hátt aftur til hjarta og heila. Þetta getur valdið því að hjartað fer að slá hraðar til þess að reyna að bæta upp fyrir þetta, sem aftur getur leitt til ýmissa einkenna. Þar má nefna:
-
Svimi eða óstöðugleiki
-
Yfirlið eða nær yfirlið
-
Hjartsláttartruflanir
-
Þreyta og máttleysi
-
Heiladoði og einbeitingarerfiðleikar
Electrolytes, eins og Hydrate+ frá DR.VEGAN, eru steinefnablöndur sem geta dregið úr einkennum.
-
Natríum hjálpar líkamanum að halda í vökva, eykur blóðmagn og dregur úr svima.
-
Magnesíum styður við vöðva- og taugastarfsemi og dregur úr krömpum, þreytu og höfuðverk.
-
Kalk gegnir hlutverki í vöðvasamdrætti og í að tryggja reglulegan hjartslátt.
-
Kalíum jafnar natríumgildi og hjálpar til við að viðhalda stöðugum blóðþrýstingi.
Með því að styðja við vökvajafnvægi og blóðrás geta electrolytes dregið úr einkennum POTS og þá daglegum áskorunum sem POTS sjúklingar glíma við.
Þó að steinefnin séu í aðalhlutverki skipta önnur næringarefni einnig máli:
-
C-vítamín hjálpar við að viðhalda heilbrigðum æðum og blóðrás.
-
B12-vítamín er nauðsynlegt fyrir orkuframleiðslu og heilbrigði taugakerfisins.
-
L-taúrín getur stutt við hjarta- og æðastarfsemi og orkujafnvægi.
Saman geta þessi næringarefni unnið með electrolytes til að draga úr einkennum eins og þreytu, heilaþoku og máttleysi.
Hydrate+
Hydrate+ frá Dr Vegan er steinefnablanda sem sameinar natríum, magnesíum, kalk, kalíum, C-vítamín, L-taúrín og B12-vítamín ásamt munkaldinþykkni sem gefur blöndunni náttúrulegan sætleika.
Eitt af því sem gerir þessa blöndu einstaka er hátt natríuminnihald hennar (600 mg í hverjum skammti). Þar sem natríum hjálpar líkamanum að halda í vökva og auka blóðmagn, getur öflugur skammtur verið sérstaklega gagnlegur fyrir fólk með POTS. Með því að para það við önnur steinefni og vítamín er þessi blanda hönnuð til að veita alhliða stuðning þegar kemur að vökvajafnvægi, blóðrás og orku.