Booming Bob er náttúrulegur varasalvi algjörlega án aukaefna. Varasalavarnir innihalda eingöngu vandaðar og nærandi olíur og vax.
Ekkert vatn sem fyllingarefni
Það vita ekki allir að vatn er eitt algengasta innihaldsefnið í húðvörum. Stundum er vatnið notað til að virkja önnur innihaldsefni en oftast er það notað sem fyllingarefni. Þetta gerir það að verkum að minna rými er fyrir kröftug innihaldsefni sem skipta raunverulegu máli fyrir húðina. Bakteríur dafna einnig betur í vatni sem gerir það að verkum að nauðsynlegt er að bæta rotvarnarefnum í vörurnar. Boomin Bob varasalvarnir innihalda ekkert vatn sem fyllingarefni.
Hver er ávinningurinn af vatnslausri húðvöru?
Einfalda svarið er að þú færð meira út úr vörunni eða meira fyrir minna. En einnig er gott að hafa í huga að vörur sem byggja á olíu eru líklegri til að viðhalda raka í húðinni. Vatnslausar húðvörur eru yfirleitt betri þegar kemur að því að verja húðina gegn þurrki, ertingu og öldrun. Einnig eru vatnslausar húðvörur yfirleitt hreinni og því er hægt að framleiða þær án rotvarnarefna.
Booming Bob varasalvarnir eru til í nokkrum gerðum. Flestir eru alveg án litarefna en einnig er til salvi sem er fölbleikur eða Rose Quartz. Innihaldsefnin koma fram á umbúðunum. Vönduð vara fyrir varirnar okkar.