Ashwagandha, einnig þekkt sem Withania somnifera, er jurt sem lengi hefur verið notuð í austrænum Ayurvedic fræðum og náttúrulækningum. Á síðustu árum hefur Ashwagandha einnig orðið vinsælt fæðubótarefni á vesturlöndum. Bæði vegna jákvæðra umsagna neytenda og einnig vegna þess að margar rannsóknir benda til þess að Ashwagandha hafi margskonar jákvæð áhrif á heilbrigði og líðan. Ashwagandha er aðallega ræktað í Asíu og á sanskrít þýðir Ashwagandha: „lykt af hestinum“ bæði vegna þess að jurtin hefur einstaka lykt en einnig vegna þess að hún getur aukið styrk.
Margar rannsóknir benda til þess að Ashwagandha geti haft jákvæð áhrif á starfsemi skjaldkirtils hjá þeim sem þjást af lítilli virkni skjaldkirtils. Þessi staðreynd hefur vakið athygli lækna og innkirtlafræðinga.
Skjaldkirtillinn stjórnar efnaskiptum í líkamanum, hefur áhrif á orkuframleiðslu og hormónajafnvægi. Kirtillinn framleiðir hormónin týroxíns (T4) og trijodothyronine (T3). Ójafnvægi í starfsemi skjaldkirtilsins getur valdið því að kirtilinn framleiðir of mikið eða of litið af þessum mikilvægu hormónum. Það getur aftur leitt til sjálfsofnæmis eða skjaldkirtilssjúkdóma eins og Hashimoto skjaldkirtilsbólgu og Graves sjúkdóms.
Ashwagandha hefur áhrif á HPA ásinn (undirstúku-heiladingul-nýrnahettu ásinn) sem til einföldunar hefur áhrif á starfsemi nýrnahettna. Nýrnahetturnar framleiða streituhormónið kortisól og með því að draga úr kortisólframleiðslu er hægt að hjálpa þeim sem eru með langvarandi streitu. Langvarandi streita og hækkað kortisól eru þekkt sem áhrifavaldar á ójafnvægi eða litla virkni skjaldkirtils.
Andoxunareiginleikar Ashwagandha geta dregið úr oxunarálagi sem getur valdið sjálfsofnæmissjúkdómum í skjaldkirtli. Það getur einnig hægt á framgangi skjaldkirtilsbólgu Hashimoto svo eitthvað sé nefnt.
Ashwagandha hefur þannig jákvæð áhrif með ýmsum hætti. Ashwagandha KSM-66 frá DR.VEGAN er úrvalsvara og eingöngu framleitt úr rót plöntunnar en ekki blöðum. Engin óæskileg aukaefni og enginn afslættur gefinn af gæðum.
Til frekari upplýsinga má benda á á rannsóknaniðurstöður og greinar sem birst hafa í Journal of Alternative and Complementary Medicine og Journal of Molecular Science þar sem fjallað er um áhrif Ashwagandha á skjaldkirtil.
(Heimild:DR.VEGAN)