Af hverju er grasfóðrað mysuprótein betra en annað próteinduft?

Af hverju er grasfóðrað mysuprótein betra en annað próteinduft?

Mysuprótein er framleitt úr mjólk eða mysu og er vinsælt fæðubótarefni hjá íþróttamönnum og öllum þeim sem vilja auka inntöku sína á próteini. Kinetica framleiðir hágæða mysuprótein þar sem eingöngu er notuð mysa frá grasfóðruðum gripum. Þess vegna er talað um grasfóðrað mysuprótein til aðgreiningar frá öðru próteindufti. 

En hvað er mysuprótein og hvernig er það framleitt?

Mysuprótein er fullkomið prótein í þeim skilningi að það inniheldur allar þær nauðsynlegu ammínósýrur sem prótein getur innihaldið og eru okkur nauðsynlegar. Það má benda á fjöldan allan af rannsóknum sem sýna fram á að inntaka á próteini stækkar og styrkir vöðva, tryggir betur endurheimt og dregur úr vöðvaskemmdum eftir stífar æfingar.

Mysa er vökvi sem er síaður úr mjólk við skyrgerð eða úr hleyptri mjólk þegar gerður er  ostur. Í mysu eru mjólkursýrugerlar sem kljúfa mjólkursykur og mynda mjólkursýru sem gefa henni súra bragðið. (Mysan er talin mjög holl, þar sem hún inniheldur mysuprótein sem stuðlar að vöðvauppbyggingu eins og áður segir og er einnig talið geta lækkað háan blóðþrýsting). Mysan er svo síuð eða fílteruð og því næst þurrkuð þannig að úr henni verður duft.

Ekki eru öll mysuprótein jafngóð

Það eru til tvær gerðir af mysupróteini. Annars vegar mysuprótein concentrate (WPC), sem inniheldur um 70-80% prótein og talsvert af fitu og laktósa. Hins vegar svokallað mysuprótein isolate (einangrað mysuprótein- kallað WPI) sem inniheldur talsvert meira af hreinu próteini eða a.m.k. 90% prótein og nánast ekkert af laktósa og fitu. Gæði mysupróteins er einnig metið eftir því hversu mikið það inniheldur af ammínósýrunni leucin (BCAA).  Kinetica mysuprótein inniheldur 2,47 g af leucin í hverjum 30g skammti sem er mjög gott.

Af hverju veljum við grasfóðrað mysuprótein?

Grasfóðrað mysuprótein er unnið úr mjólk frá nautgripum sem eru fóðraðir á grasi og þá heyi en ekki t.d. á korni og alls kyns fóðurbæti. Þannig afurð inniheldur minna magn af fitu og laktósa og því er auðveldara að framleiða hágæða próteinduft úr mysunni.

Kinetica mysuprótein hefur eins og áður segir hátt innihald af ammínósýrunni leucin og þar sem um er að ræða vottaða hágæðavinnslu eru ammínósýrurnar náttúrulegar og engu óæskilegu bætt við í framleiðsluferlinu til þess að reyna að auka gæðin. Kinetica mysuprótein inniheldur enga hormóna og samtök atvinnuíþróttamanna (Informed sport) mæla með því. Kinetica er jafnframt aðili að ESSNA (European Specialist Sports Nutrition Alliance).

Hér á landi er hægt að kaupa prótein sem ekki er vottað og prótein sem innihalda óæskileg aukaefni sem við mælum ekki með.

Kinetica mysuprótein er selt í tveimur stærðum eða 300g og 1kg dunkum. Það kemur einnig í nokkrum bragðtegundum. Þannig seljum við súkkulaðiprótein, vanilluprótein og prótein með jarðaberjabragði. Fleiri bragðtegundum verður bætt við fljótlega.

Gott er að hafa í huga að þeir sem hreyfa sig mikið þurfa meira prótein heldur en kyrrsetumenn og próteinþörf eykst með hækkandi aldri. Eftir 60 ára aldur má miða við að próteinþörf líkamans sé um 1,5g á hvert kg. Þannig þarf 70kg kona um 105g af próteini á dag. 

Kinetica mysuprótein er hágæðafæðubótarefni sem hentar öllum.

(Heimild: Þessi grein er unnin upp úr grein frá Evu Hoey, sem er næringarfræðingur og vinnur m.a. með afreksíþróttamönnum. Eva Hoey skrifar reglulega greinar fyrir Kinetica og vísar í greinum sínum í lærðar heimildir).