Við vitum öll að svefn er lífsnauðsynlegur fyrir heilsu okkar, en sú vitneskja tryggir ekki að við fáum nægan svefn! Það er ekki margt verra fyrir skapið eða heilsuna heldur en svefnleysi, sérstaklega þegar um er að ræða viðvarandi ástand. Það eru miklu fleiri en við áttum okkur á sem glíma við andvökunætur.
Rannsóknir á yfir 12.000 konum og körlum sýndu að 42% þátttakenda áttu reglulega í erfiðleikum með að sofa. Aðeins 16% fólks sögðust ekki eiga í vandræðum með svefn.
Langvarandi svefnleysi
Góður svefn er lífsnauðsynlegur fyrir andlega heilsu. Á heimsvísu er geðheilsa í fyrsta skipti orðið stærra heilsufarsvandamál heldur en krabbamein, samkvæmt Ipsos Global Health Service Monitor. Þessi niðurstaða endurspeglar framfarir í greiningu og meðhöndlun krabbameins en einnig vaxandi geðheilbrigðisvandamál meðal ungs og eldra fólks.
Fullorðnir ættu reglulega að sofa í 7 klukkustundir eða lengur á nóttu. Þannig jöfnum við okkur á erli dagsins og líkaminn nær að endurnýjast. Minni svefn yfir langan tíma getur leitt til heilsufarskvilla eins og háþrýstings (hár blóðþrýstingur), kvíða, hjartasjúkdóma, þyngdaraukningar og sykursýki svo eitthvað sé talið.
Hversu algengur er slæmur svefn?
Stór hluti þeirra sem eiga í svefnerfiðleikum, eða 73% þeirra, eiga í vandræðum með að sofa vel að minnsta kosti 3 nætur í viku og meira en þriðjungur (38%) sefur illa að minnsta kosti 5 nætur í viku. Það er vel þekkt að svefnleysi versnar þegar við eldumst. Það getur stafað af hormónabreytingum en með aldrinum þá framleiðum við minna af melatónín (svefnhormónið okkar) en áður.
Konur á breytingarskeiðinu (Menopause) glíma margar við svefnleysi. Talið er að um 78% kvenna á breytingarskeiðinu finni fyrir þessu. Þetta stafar m.a. af völdum breytinga sem eiga sér stað á framleiðslu á hormónum sem hafa áhrif á hita eða hitastjórnun líkamans sem aftur leiðir til hitakófs og nætursvita. Svefnvandamál eru einnig meðal tíu algengustu einkenna fyrirtíðarspennu (PMS).
Algengustu svefnvandamálin
Algengasta svefnvandamálið er að halda ekki löngum og góðum svefni heldu vakna aftur og aftur alla nóttina og finna síðan fyrir þreytu um morguninn við fótaferðatíma.
Fótaóeirðarheilkenni (RLS) hefur áhrif á næstum 1 af hverjum 5 og það veldur svefnleysi hjá mörgum. Fótaóeirð er oft hægt að leysa með einföldum hætti. Það er gert með því að taka fæðubótarefni sem inniheldur mjög frásoganlegt magnesium eins og Magnesium Bisglysinat.
Streita er algengasta undirrót svefnleysis, hvort sem streitan er meðvituð eða ekki. Þetta er vegna þess að streituhormónið okkar, kortisól, hindrar framleiðslu melatóníns, svefnhormónsins okkar, og kemur í veg fyrir að líkaminn framleiði nóg melatónín til að tryggja dýpri svefn sem er lykillinn að góðum nætursvefni.
Áhrif svefnleysis
Svefnleysi hefur verið notað sem pyntingaraðferð um aldir vegna þess að svefnleysi hefur lamandi áhrif bæði á líkama og huga. Þó að mestu og augljósustu áhrifin af lélegum svefni séu þreyta og orkuleysi þá hefur svefnleysi einnig áhrif á einbeitingu og minni. Svefnleysi getur því haft mikil áhrif á framleiðni á vinnustað sem og ánægju einstaklinga af félagslífi og samveru.
Oft er talað um „þarma-heilaásinn“ (gut – brain axis) eða að þarmarnir séu tengdir heilanum í gegnum „þarma-heila ásinn“. (Þess vegna finnum við fyrir fiðrildi í maganum þegar við erum kvíðin). Rannsóknir og skilningur á þessu fyrirbæri hafa aukist á síðustu árum. Þannig að ef virkni heilans truflast vegna svefnleysis getur það haft áhrif á virkni þarma og ristils og öfugt.
Þegar ójafnvægi er á örverum í þörmunum og þarmarnir eru yfirfullir af slæmum bakterium getur það haft áhrif á einbeitingu, orkustig, hugarró, húð og margt fleira.
Hvað er til ráða?
Miklu máli skiptir að ná tökum á kvíða og tileinka sér hollt mataræði. Einnig skiptir hreyfing gríðarlegu máli. Hugleiðsla og svokölluð svefnforit geta oft hjálpað. En það er oft ekki nóg og því er gott að hafa í huga að rétt fæðubótarefni geta ráðið miklu. En þá er nauðsynlegt að velja góð og virk fæðubótarefni og forðast fæðubótarefni sem eru full af óæskilegum aukaefnum.
NORDBO® og DR.VEGAN® eiga það sameiginlegt að framleiða náttúruleg fæðubótarefni sem henta öllum. Engin óæskileg aukaefni eins og talkúm, gelatín, magnesíumsterat, títantvíoxíð, lanólín, sykur, sætuefni, soja og/eða erfðabreytt efni.
Við hjá Fors mælum með eftirfarandi í baráttunni við svefnleysi:
Good Night Magnesium® frá NORDBO®. Umsagnir viðskiptavina okkar eru mjög jákvæðar. Innihald: Magnesíum Bisglysinat, Kamilluextrat, B6 – vítamín o.fl. Good Night Magnesíum stuðlar að betri og dýpri svefni og flestir segjast finna mun. Jafnvel þannig að ef að þeir vakna á næturnar þá sofni þeir strax aftur. Magnesíum Bisglysinat er mjög frásoganlegt sem eykur þannig upptöku líkamans.
Lactimood® frá NORDBO®. Lacti Mood vinnur með „þarma-heilaásinn“. Lactimood inniheldur m.a. Probiostress® sem samanstendur af saffran-extract og mjólkursýrugerlum. Vísindalegar rannsóknir hafa staðfest virkni saffranjurtarinnar gegn vægu þunglyndi og kvíða. (m.a. birt í PubMed). Mjólkursýrugerlarnir hafa jákvæð áhrif á áhrif á virkni í þörmum sem aftur hafa jákvæð áhrif á miðtaugakerfið og jafnvægi í hugarástandi.
Ashwagandha KSM-66® frá DR.VEGAN® .Rannsóknir hafa sýnt fram á virkni þessarar undrajurtar. Hún styður við andlega vellíðan og meðhöndlar náttúrulegt kortisól (hormón sem nýrnahettur framleiða – en þetta hormón eykst til muna við álag og kvíða) og getur því dregið úr streitu ásamt því að bæta þol og úthald.
MenoFriend® frá DR.VEGAN®. Margverðlaunað fæðubótarefni fyrir konur á breytingaskeiðinu. Um 89% kvenna finna fyrir miklum mun eftir að hafa tekið Menofriend® í nokkurn tíma. Nákvæmar upplýsingar um virknina má finna hér á síðunni hjá okkur. MenoFriend® hefur fengið ótrúlega jákvæðar viðtökur hér á Íslandi.
Veljum vítamin sem virka.
(Byggt á heimildum frá NORDBO® og DR.VEGAN® )